Hættustig er enn í gildi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Haukur Holm ræðir við Magna Hrein Jónsson, sérfræðing í ofanflóðum á Veðurstofunni.
Ekki er hægt að sannreyna hér á landi að sóttvarnagrímur séu öruggar og virki fullkomlega. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá.
Fjármálaráðuneytið gengur gegn markmiðum kjarasamninga um að rétta stöðu þeirra tekjulægstu að mati miðstjórnar ASÍ sem styður kröfu eldri borgara um hækkun ellilífeyris. Haukur Holm segir frá og talar við Drífu Snædal, forseta ASÍ.
Nokkuð virðist hafa miðað í dag í samningaviðræðum um viðskiptasamning Breta og Evrópusambandsins. Bogi Ágústsson tók saman. Heyrist í Emanuel Macron og Boris Johnson.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði segir ótækt að sveitarfélög fái ekki álagningarskrár afhentar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talar við hana.
----
Rúmlega hundrað Seyðfirðingar þurftu að fara af heimilum sínum í gær og gátu ekki gist heima í nótt því efstu götur í sunnanverðum bænum voru rýmdar. Spáð er áfram rigningu í nótt . Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður ræddi við Ómar Bogason, Helga Haraldsson, Jón Ólafsson og Kára Ólafsson.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að lífeyrissjóðir taki meiri áhættu í fjárfestingum til að uppfylla ávöxtunarviðmið sjóðanna sem nú er 3,5%. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segist ekki sjá fyrir sér að viðmiðið verði lækkað vegna lágvaxtaumhverfis sem sé til skamms tíma. Arnar Páll Hauksson tók saman.
Fríverslunarsamningur við Evrópusambandið bindur ekki endahnút á Brexit-umræðuna. Það verður ekki undið ofan af 47 ára sambandi Breta við ESB á nokkrum mánuðum. Báðir stóru flokkarnir, Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn glíma við sinn þátt í þeirri sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Heyris í Boris Johnson, Michael Gove, Jeremy Corbyn og Keir Starmer.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.