Spegillinn

Spegillinn 16. nóvember 2020


Listen Later

Spegillinn 16. nóvember 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Árangurinn við þróun bóluefnis gegn Covid hjá lyfjafyritækinu Moderna er mjög mikilvægur segir prófessor í ónæmisfræði. Íslenskur vísindamaður sem vann að þróun bóluefnisins segir að vinnan eigi eftir að hafa áhrif í framtíðinni við þróun bóluefna gegn öðrum smitsjúkdómum.
Vindhraði í fellibylnum Iota er kominn yfir sjötíu metra á sekúndu. Hann nær landi í Mið-Ameríku seinna í kvöld.
Íslensk yfirvöld eru komin vel áleiðis að uppfylla tilmæli GRECO samtakanna, sem berjast gegn spillingu, en það er munur á frammistöðu forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins í þessum efnum.
Gerður Kristný rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlaut sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands telur ekkert liggja á að úthluta eldissvæðum í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði áður en skipulag haf- og strandsvæða á Austfjörðum liggur fyrir.
Lengri umfjöllun:
Gerður Kristný rithöfundur fékk í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Í þakkarræðu sinni vék Gerður Kristný meðal annars að nýyrðasmíði Jónasar, covid og jólabókaflóðinu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Jónasarverðlaunin fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil í dag á netinu í tilefni dagsins. Lífvænleiki íslenskunnar. Þar segir hann að að íslenskan standi á margan hátt vel þrátt fyri að ýmsar ytri aðstæður séu henni óhagstæðar um þessar mundir. Kristján Sigurjónsson talar við Eirík.
GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Gripið var til talsverðra sóttvarnaaðgerða þegar svokölluð svínaflensa herjaði á heimsbyggðina fyrir 11 árum. Hér á landi er talið að 50 til 60 þúsund manns hafi smitast. Tveir létust af völdum flensunnar og að öllum líkindum sá þriðji sem lést í heimahúsi. Svínainflúensan skaut upp kollinum vorið 2009 og breiddist út um heimsbyggðina. Þetta var fyrir 11 árum og sjálfsagt margir búnir að gleyma henni. Í upphafi var ljóst að þessi inflúensa lagðist á tiltölulega ungt fólk. Í byrjun maí 2009 voru staðfest smit komin í um 5 þúsund í 30 löndum. Meðala
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

458 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners