Spegillinn

Spegillinn 16. október 2020


Listen Later

Grímuskylda verður um allt land frá næsta þriðjudegi. Takmarkanir á sóttvarnaráðstöfunum verða hertar á landsbyggðinni en verða ekki eins strangar og á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá.
Stjórnvöld kynntu í dag tíu aðgerðir til stuðnings listum og menningu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir þær með því besta sem gert hefur verið á Norðurlöndum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir þetta mikilvægar aðgerðir til að koma til móts við listamenn sem hafi ekki getað skemmt þjóðinni með hefðubundnum hætti og auðgað líf og anda hennar. Ingvar Þór Björnsson tók saman.
Loðnubrestur gæti orðið þriðja árið í röð. Stofnmæling Hafró gefur ekki tilefni til upphafskvóta. Rúnar Snær Reynisson segir frá.
Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi einn komma tvo milljarða króna. Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann .
Rúmlega tíu þúsund kórónuveirusmit greindust á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og hafa aldrei verið fleiri. Ásgeir Tómasson segir frá.
-----------
Afleiðingar sóttvarna vegna kórónuveirufarsóttarinnar hafa lagst þung á listamenn og í dag voru kynntar aðgerðir til að styðja listir og menningu á tímum COVID-19. . Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þetta glæða vonir listamanna sem hafi ekki geta nýtt hefðbundin úrræði vinnumarkaðarins vegna þess hve tekjusamsetning þeirra sé flókin. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Erling.
Vegna Covid 19 stefnir í að milljónum minka verði lógað í Danmörku. Smit dreifast nú hratt milli loðdýrabúa. Arnar Páll Hauksson, segir frá og ræðir við Einar E. Einarsson formann Sambands íslenskra loðdýrabænda.
Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur vill þó hætta viðræðum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Charles Michel forseta ráðherraáðs ESB og Boris Johnson, forsætisráðherra Breta,
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners