Spegillinn

Spegillinn 17. september 2019


Listen Later

Spegillinn 17. september 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Flugslys varð á Skálafelli við Mosfellsheiði í dag. Eins hreyfils flugvél flaug á fjallshlíð. Flugmaðurinn var einn um borð og fluttur með þyrlu á Landspítalann til aðhlynningar.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Sádi-Arabíu. Þar ræðir hann við ráðamenn um viðbrögð við árásum á tvær olíuvinnslustöðvar um síðustu helgi. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar hafi verið að verki.
Sjávarútvegsfyrirtækið West Seafood á Flateyri er gjaldþrota. Fyrirtækið skuldar yfir þrjátíu fyrrum starfsmönnum laun allt að átján mánuði aftur í tímann.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa hrint konu fram af svölum í Efra-Breiðholti í gærkvöld, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október.
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, vill hvorugan Miðflokksmannanna, Bergþór Ólason eða Karl Gauta Hjaltason, sem formann nefndarinnar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti í dag alþjóðlega ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í Reykjavík næstu þrjá daga og er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
OECD telur að ríkið eigi að einblína á grænan hagvöxt. Í skýrslu stofnunarinnar sem var kynnt í gær er lagt til að kolefnisskattar verði hækkaðir og skattstofn breikkaður með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra segir ekki standa til að hækka kolefnisgjaldið frekar en gert hefur verið nú þegar.
Karlmaður áreitti og veittist að nemendum og starfsfólki í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands á hádegi í dag.
Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur hittust í dag og ræddu um hugsanlegan flutning íslenskra handrita heim.
Formannskjör í Félagi framhaldsskólakennara hófst á hádegi í dag.
Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði ökumenn um rúmlega 322 milljónir króna vegna umferðarlagabrota á fyrstu átta mánuðum ársins.
Lengri umfjallanir:
Sérfræðingur í eldsneytismálum segir erfitt að spá fyrir um hver áhrif olíuverðshækkana verða vegna drónaárásarinnar í Sádi-Arabíu. Vari ástandið áfram geti það haft talsverð efnahagsleg áhrif. Það er ekki ljóst hvaða áhrif drónaárásin á olíuframleiðslustöð ríkisfyrirtækisins Saudi Armaco mun hafa. Verð á hráolíu rauk strax úr um 60 dollurum í 72 fyrir tunnuna sem er um 20 prósenta hækkun. Eftir að markaðir fóru að ná áttum hefur verðið farið niður aftur en er nú um 69 dollarar. Hækkunin um helgina var sú mesta á
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners