Spegillinn 17.5.2017
Umsjón: Bergljót Baldursdóttir
Alþýðusambandið hefur kært íslenska ríkið til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögmaður ASÍ segir að nýlegur dómur Evrópudómstólsins hnykki á því að það sé á ábyrgð vinnuveitenda en ekki launafólks að passa að það njóti daglegrar hvíldar og vikulegra frídaga. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Magnús M Norðdahl, lögfræðing Alþýðusambandsins.
Bandaríkjaforseti hefur frestað því um hálft ár að ákveða hvort hann leggur 25 prósenta verndartolla á erlenda bíla. Í Evrópu eykur það vonir um að hægt verði að koma í veg fyrir viðskiptastríð við Bandaríkjamenn.
Tveimur farþegum sem voru fastir undir rútu sem valt í Öræfum, var bjargað undan henni með handafli. Formaður björgunarsveitarinnar segir að aðkoman að slysinu hafi verið skelfileg. Kristín Sigurðardóttir ræddi vð Gunnar Sigurjónsson, bónda á Litla-Hofi í Öræfum og formann björgunarsveitarinnar Kára.
Haustið 2020 verður boðið upp á nýtt nám í hjúkrun í Háskóla Íslands fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólanámi. Námið er liður í því að fjölga hjúkrunarfræðingum hér á landi. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ og Gunnar Helgason er sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Strangar reglur um mengun frá skipum í nokkrum fjörðum í Noregi tóku gildi í byrjun mars. Þær beinast ekki síst að siglingum skemmtiferðaskipa um firðina. Í þessari viku var tilkynnt um fyrstu sektina sem hljóðar upp á 10 milljónir íslenskra króna. Arnar Páll Hausson tók saman
Eitt helsta tákn rokktónlistarinnar, rafmagnsgítarinn, á 70 ára afmæli á þessu ári. Eftir tæpan mánuð verða nokkrir af helstu gíturum rokksögunnar boðnir upp, en það verður tæpast á færi annarra en auðkýfinga að kaupa þá. Haukur Hólm tók saman
Spennan magnast fyrir úrslitum Eurovision annað kvöld. Fyrirtæki auglýsa grímur og gadda og fólk undirbýr Eurovision-partý. Og Eurovision-skilaboð Hatara óma í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.