Spegillinn

Spegillinn 18. nóvember 2020


Listen Later

Þrettán hafa látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Alls hafa tuttugu og sex dáið úr COVID-19 hér á landi.
Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað að Boeing 737 MAX þotur fljúgi með farþega á ný. Allur flotinn var kyrrsettur fyrir tuttugu mánuðum. ÁsgeirTómasson segir frá.
Grímur veita ekki vörn gegn því að smitast af COVID-19 en koma í veg fyrir að smitaðir sýki aðra samkvæmt nýrri danskri rannsókn á grímunotkun.Þorvarður Pálsson sagði frá.
Ólafur Þór Gunnarsson, Þingmaður Vinstri grænna telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann.
Talnarunan einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex er vinsælasta lykilorð netverja ef marka má úttekt fyrirtækisins NordPass sem rekur umsýsluforrit fyrir lykilorð. Þessi einfalda talnaruna hefur verið afhjúpuð sem lykilorð netverja meira en 20 milljón sinnum. Birgir Þór Harðarson segir frá.
Á morgun hefjast útsendingar frá Hljóðleikhúsi ÞJóðleikhússins. Brot úr Skuggasveini, heyrist í Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Erni Árnasyni.
---------
Kórónukreppan hefur bitnað einna harðast á ungu fólki og úrræði stjórnvalda þurfa að snúast meira um fólkið en fyrirtækin, segir Gundega Jaunlinina, formaður samtaka ungs fólks í Alþýðusambandinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana og Dragöna Stefaníu Stojanovic.
Gert er ráð fyrir að keyptir verði fimm til sex hundruð þúsund skammtar af bóluefni gegn Covid-19. Það þýðir að allt að 300 þúsund verða bólusett. Arnar Páll Hauksson tók saman, ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Júlíu Rós Atladóttur, framkvæmdastjóra lyfjaflutningsfyrirtækisins Distica. Heyrist í Lúðvík Ólafssyni, lækningaforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins úr gamalli frétt frá árinu 2009 um svínaflensubólusetningar.
Upphlaup og óvæntir atburðir í breskum stjórnmálum keppa um athygli Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta við stóru málin eins og Brexit og veirufaraldurinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Boris Johnson, George Eustice umhverfisráðherra og Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

459 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners