Spegillinn

Spegillinn 19. janúar 2021


Listen Later

Spegillinn 19.janúar 2021
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
Tveimur þjóðvarðliðum, sem grunaðir eru um að tengjast öfgasamtökum, hefur verið vikið úr liðinu sem gæta á öryggis á innsetningarathöfn Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.
Janet Yellen, sem Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti hefur valið til að gegna embætti fjármálaráðherra í stjórn sinni, segir að gripið verði til allra tiltækra vopna til að takast á við svívirðilegar, ósanngjarnar og ólöglegar aðferðir sem Kínverjar beita til að grafa undan efnahag Bandaríkjanna.
Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðuneytið ræða nú hvernig mögulega sé hægt að bregðast við aukinni birgðasöfnun á nauta- og svínakjöti og lengri biðlista í sláturhús. Þetta segir formaður Bændasamtakanna.
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar gagnrýndi harðlega við upphaf þingfundar það sem hún kallaði biðlistablæti ríkisstjórnarinnar. Þar átti hún við þau 2000 leghálssýni sem hefðu legið ógreind ofan í kjallara. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að stefnt sé að því að greining leghálssýna verði komin á fullt á næstu dögum.
Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur og laganemi er látinn, 51 árs að aldri. Blær Ástríkur bar áður nafnið Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, en skilgreindi sig karlkyns síðasta ár ævi sinnar. Blær var ein atkvæðamesta baráttumanneskja þjóðarinnar fyrir réttindum fatlaðs fólks, og birti fjölmargar greinar um það efni. Hann lauk prófi í táknmálsfræði, lagði stund á fötlunarfræði og stundaði nám við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær skilur eftir sig eiginmann og son.
Lengri umfjöllun:
Formaður BSRB segir að forsendur styttingar vinnuvikunnar sé að fólk lækki ekki í launum og að launakostnaður hækki ekki. Styttingin megi ekki heldur bitna á þeirri þjónustu sem veitt er. Samkvæmt kjarasamningum átti styttingu vinnuviku dagvinnufólks að vera lokið um áramótin. Málið er eða getur verið flókið og því skiljanlegt að ekki sé búið að ljúka þessu verki á öllum vinnustöðum. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB hefur meirihluti stofnanna ríkisins og vinnustaða í Reykjavík nú þegar ákveðið að stytta vinnuvikuna úr 40 í 36 stundir. Af þeim átta ráðuneytum sem hafa lokið við að semja við sitt fólk hafa allt að 80% farið þá leið að stytta vinnutímana í 36 stundir á viku, aðrir hafa farið einhverja millileið en aðeins örfáir hafa ákveðið að stytta vikkuvikuna um 65 mínútur á viku eða um 13 mínútur á dag. Arnar Páll Hauksson talar við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formannBSRB.
Alveg frá því á sjöunda áratugnum að hyllti í
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners