Spegillinn

Spegillinn 19. nóv. 2019


Listen Later

Spegillinn 19. nóvember 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Ríkisstjórnin samþykkti dag að fá Alþjóðamatvælastofnunina til að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir. Á ríkisstjórnarfundi voru kynntar nokkra leiðir til að bæta orðspor Íslands í kjölfar Samherjamálsins.
Samherjamálið getur haft áhrif á niðurstöður þingkosninganna í Namibíu í næstu viku. Namibískur fréttamaður segir að þetta sé að öllum líkindum stærsta hneykslismál í sögu Namibíu sem sjálfstæðs ríkis.
Hofsjökull hefur rýrnað meira á undanförnu ári en hann hafði gert síðan 2010. Þetta sýna nýjar mælingar vísindamanna.
Þýska efnahagsbrotalögreglan rannsakar nú umfangsmikla peningaflutninga frá Þýskalandi til annarra landa, einkum Tyrklands.
Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við starfi forstjóra Samherja tilkynnti stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fundi í dag að hann hefði ákveðið að víkja tímabundið sem stjórnarformaður félagsins vegna anna.
Rannsókn í Svíþjóð á ásökunum um nauðgun fyrir níu árum á hendur Julian Assange leiðtoga uppljóstrarasíðunnar WikiLeaks hefur verið hætt án ákæru.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Zúista um að ríkið yrði að greiða félaginu dráttarvexti eða skaðabætur vegna dráttar á greiðslu sóknargjalda.
Samningafundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk nú laust fyrir klukkan sex í kvöld. Annar fundur boðaður klukkan hálf tvö á morgun.
Lengri umfjallanir:
Sjávarútvegsráðgerra ætlar að hlutast til um það að Alþjóðamatvælastofnunin, FAO, geri úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrrtækja sem stunda veiðar og viðskipti með aflaheimildir í þróunarlöndum. Þá á að auka gegnsæi í rekstri stórra sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta er meðal tillagna sem ráðherrar lögðu fram á ríkisstjórnarfundi vegna Samherjamálsins. Aðgerðir stjórnvalda og viðbrögð vegna Samherjamálsins var aðalviðfangsefnið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samþykkt var að ráðast í 7 verkefni sem miða að því að verja orðspor Íslands og koma á meiri gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og reyndar allra fyrirtækja. Eftir að Kveikur sagði frá meintum mútum og framgangi Samherja í Namibíu var ráðherrum falið að koma með tillögur um viðbrögð og úrbætur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir talar við Katrínu Jakobsdóttur og Kristján Þór Júlíuson. Arnar Páll Hauksson tók saman
Ef kostnaður fyrirtækja við að framfylgja reglum er hvati til lögbrota þá eru slíkir hvatar ansi víða í kerfinu. Þetta er mat Umhverfisstofnunar. Stofnunin ví
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners