Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Skimanir á landamærum verða óbreyttar næstu mánuði. Smit víða í samfélaginu eru áhyggjuefni segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og fyrir liggi að kunni að koma til hertra aðgerða. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir íhugar aðgerðir innanlands í líkingu við það sem var í vetur, en hefur ekki skilað minnisblaði um það til heilbrigðisráðherra. Alma Ómarsdóttir talaði við hann.
Donald Trump er með væg sjúkdómseinkenni eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann sinnir skyldustörfum sínum í Hvíta húsinu þrátt fyrir veikindin. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað, henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af því að það hefur fundist frumbreytingar. . Mál hennar er eitt þeirra átta mála sem vísað hefur verið til landlæknis. Anna Liilja Þórisdóttir talaði við Sævar Þór Jónsson, lögmann konunnar.
Það er skynsamlegt að reka ríkissjóð með halla næstu ár, því ef ríkið tekur ekki á sig áfallið vegna kórónuveirunnar dreifist það ójafnt innan samfélagsins.
Þetta segir Gylfi Magnússon, forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og fyrrverandi fjármálaráðherra. Þá hjálpi mikið til að vextir séu í sögulegu lágmarki. Þórhildur Þorkelsdóttir talaði við hann.
Stefnt er að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir 2050 í nýrri orkustefnu sem var kynnt í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að nýrri orkustefnu fylgi skýr sýn á sjálfbæra orkuframtíð.
Fræðslusvið Akureyrarbæjar hefur sent erindi til starfsfólks leik- og grunnskóla bæjarins og meðal annars mælst til þess að starfsfólk fari ekki að nauðsynjalausu þangað sem nýgengi smita er hátt. Karl Frímannsson, sviðsstjóri segir tryggt skólastarf skipta bæði börn og samfélagið allt miklu.
---
Það er brekka framundan og við stöndum frammi fyrir einni mestu niðursveiflu í efnahagsmálum heimsins. Fjármál sveitarfélaganna og þjóðarbúskapurinn eru nátengd og óvissan í efnahagslífinu verður að óvissu um fjármál sveitarfélaganna, segir Sigurður Á. Snævarr sem stýrir hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann fór yfir afkomu og horfur á fjármálaráðstefnu sambandsins í morgun. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Flest lönd eiga fullt í fangi með Covid-19 faraldurinn. Í Bretlandi bætist Brexit ofan á þá raun. Það hafa verið ýmsar ögurstundir