Spegillinn

Spegillinn 20. ágúst 2020


Listen Later

Umsjón: Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að það sé í pípunum að slaka á samkomutakmörkunum innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segist ekki búast við að fólk verði sektað fyrir brot á grímuskyldu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla sem vararíkissaksóknari viðhafði um hana í gær, bæði á Facebook og á mbl.is. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá.
Sálfræðistofan Líf og sál hefur verið fengin til að gera úttekt á starfsumhverfi í borgarráði. Anna Sigríður Einarsdóttir segir frá.
Flóðið í Hvítá aðfaranótt þriðjudags er afleiðing hörfunar jökla og gætu slíkir atburðir gerst oftar og víðar, segir Tómas Jóhannesson, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við hann.
Sænskum heilbrigðisyfirvöldum virðist ekki hafa tekist að ná hjarðónæmi gegn Covid-19 með því að grípa ekki til harðra aðgerða í vor. Öllu fleiri hafa nú látist þar í landi en á sama tíma í fyrra. Markús Þórhallsson sagði frá.
----
Speglinum ræðir Bergljót Baldursdóttir við Daða Má Kristófersson, umhverfishagfræðing um hugmyndir hóps vísindamanna sem segja að hægt sé að koma í veg fyrir heimsfaraldur ef þjóðir heims verji um tuttugu milljörðum dollara á ári til að draga úr eyðingu skóga og viðskiptum með villt dýr.
Miðstjórn ASÍ vill að hlutabótaleiðin verði framlengd um 9 mánuði og að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um tæp 10%. Arnar Páll Hauksson ræddi við Guðrúnu Johnsen hagfræðing hjá VR. Heyrist líka í Bjarna Benediktssyni úr Kastljósi.
Þessa vikuna hittast samninganefndir Breta og ESB til að ræða næstu skref Brexit-mála. Sem fyrr fer lítið fyrir fréttum af stórstígum árangri þó flestir búist við einhvers konar samningi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners