Umsjón: Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að það sé í pípunum að slaka á samkomutakmörkunum innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segist ekki búast við að fólk verði sektað fyrir brot á grímuskyldu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla sem vararíkissaksóknari viðhafði um hana í gær, bæði á Facebook og á mbl.is. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá.
Sálfræðistofan Líf og sál hefur verið fengin til að gera úttekt á starfsumhverfi í borgarráði. Anna Sigríður Einarsdóttir segir frá.
Flóðið í Hvítá aðfaranótt þriðjudags er afleiðing hörfunar jökla og gætu slíkir atburðir gerst oftar og víðar, segir Tómas Jóhannesson, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við hann.
Sænskum heilbrigðisyfirvöldum virðist ekki hafa tekist að ná hjarðónæmi gegn Covid-19 með því að grípa ekki til harðra aðgerða í vor. Öllu fleiri hafa nú látist þar í landi en á sama tíma í fyrra. Markús Þórhallsson sagði frá.
----
Speglinum ræðir Bergljót Baldursdóttir við Daða Má Kristófersson, umhverfishagfræðing um hugmyndir hóps vísindamanna sem segja að hægt sé að koma í veg fyrir heimsfaraldur ef þjóðir heims verji um tuttugu milljörðum dollara á ári til að draga úr eyðingu skóga og viðskiptum með villt dýr.
Miðstjórn ASÍ vill að hlutabótaleiðin verði framlengd um 9 mánuði og að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um tæp 10%. Arnar Páll Hauksson ræddi við Guðrúnu Johnsen hagfræðing hjá VR. Heyrist líka í Bjarna Benediktssyni úr Kastljósi.
Þessa vikuna hittast samninganefndir Breta og ESB til að ræða næstu skref Brexit-mála. Sem fyrr fer lítið fyrir fréttum af stórstígum árangri þó flestir búist við einhvers konar samningi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.