Spegillinn

Spegillinn 20. apríl 2020


Listen Later

Spegillinn 20.apríl 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Unglingspiltarnir sem bjargað var úr höfninni í Hafnarfirði í janúar voru í hjartastoppi í tvo tíma. Þeir eru einu Íslendingarnir sem hafa lifað af svo langt hjartastopp. Þeir eru nú báðir komnir heim af spítala.
Ekki er tímabært að hefja mótefnamælingar vegna COVID-19 hér á landi vegna þess að ekki hefur fengist úr því skorið hvaða aðferð gagnist best. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins tvö tilfelli greindust síðasta sólarhring, bæði á Vestfjörðum. 10 hafa nú látist vegna COVID-19 sjúkdómsins hér á landi.
Hertum aðgerðum verður aflétt á Suðureyri, Flateyri, Súðavík og Þingeyri eftir viku. Þá munu sömu takmarkanir gilda þar og annars staðar á landinu. Strangari aðgerðir verða áfram í gildi í Bolungarvík, á Ísafirði og í Hnífsdal til 4. maí hið minnsta.
Verð á tunnu af bandarískri hráolíu fór í síðdegis niður fyrir tvo dollara. Það hefur ekki verið jafn lágt í áratugi.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans þakkaði erlendu starfsfólki spítalans fyrir framlag þess á upplýsingafundi almannavarna, fólki sem bæði starfar sem fagmenn og einnig þeim sem sinna þrifum og fleiru.
Ekkert staðfest smit er nú á Norðurlandi vestra og einungis þrír eru í sóttkví. Þar með er stórum áfanga náð en fyrstu tilfelli fjórðungsins komu upp fyrir nákvæmlega mánuði, 20. mars í Húnaþingi vestra.
Tvær tegundir af örplasti fundust í drykkjarvatni á Akureyri samkvæmt rannsóknum við Háskólann á Akureyri. Töluvert meira plast mældist í sjávarseti í Eyjafirði en við Stafangur í Noregi, sem er tíu sinnum fjölmennara svæði.
Lengri umfjöllun:
Íslendingar eru ánægðastir með frammistöðu stjórnvalda vegna COVID-19 samkvæmt alþjóðlegri könnun Gallups. 92% Íslendinga telja að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi orðið með náttúrulegum hætti. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Breytt staða blasir við mörgum stéttarfélögum í COVID-19 faraldrinum. Félagsmenn hafa misst vinnu, starfa í skertu starfshlutfalli og margir hafa þurft að sinna vinnu heiman frá sér. Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar á síðasta ársfjórðungi síðasta árs kom fram að þriðjungur launafólks á aldrinum 25-64 ára vinnur aðalstarf sitt venjulega eða stundum heima. Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu launafólks af völdum COVID-19 en endanlegar niðurstöður ársfjórðungsins liggja ekki fyrir. Framhaldsskólakennarar hafa ekki þurft að óttast atvinnumissi en vinnan þeirra hefur gjörbreyst. Kristján Sigurjónsson ræðir við Guðjón Hrein Hauksson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners