Spegillinn

Spegillinn 20. nóvember 2020


Listen Later

Spegillinn 20. nóvember 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar og hlutabótaleiðin verður framlengd út maí 2021. Þetta er á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í dag.
Úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag fyrir öryrkja eru skref í rétta átt en alls ekki nóg segir Formaður Öryrkjabandalags Íslands
Sameinuðu þjóðirnar vara því að alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi sé yfirvofandi í Jemen. Milljónir mannslífa séu í hættu.
Lögreglan lagði í gær hald á fleiri kannabisplöntur en í nokkurri annarri aðgerð á síðustu árum. Einn var handtekinn vegna málsins.
Stjórnvöld í Svíþjóð beina því til landsmanna að forðast þrengsli í verslunum þegar þeir gera jólainnkaupin. Ibrahim Baylan, viðskipta- og iðnaðarráðherra, minnti á í dag þegar hann fór yfir vanda vegna COVID-19 faraldursins, að um líf eða dauða væri að tefla.
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur gert aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að taka kærur KR og Fram til efnislegrar meðferðar. Nefndin vísaði báðum kærum frá þann 16. nóvember.
Vegna greinar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir að fréttamaður Spegilsins hafi afflutt í pistli sínum á mánudag efni í skýrslu GRECO samtakanna um íslenska stjórnsýslu, vill Spegillinn taka fram að hann stendur við efni pistilisins. Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus. Spegillinn hafnar því algerlega að í pistlinum hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.
Lengri umfjöllun:
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF gaf í dag á alþjóðadegi barna, út aðgerðaáætlun vegna kórónuveirunnar með yfirskrifitinni "Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð". Þar er efst á blaði að tryggja að öll börn hafi aðgang að menntun. Steinunn Jakobsdóttir hjá UNICEF á Íslandi segir að faraldurinn hafi skapað neyðarástánd í menntun barna um allan heim og afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar, ekki síst í snauðari löndum og landsvæðum. En hvað segja foreldrar hér á Íslandi? Silja Traustadóttir og Anna Björg Jónsdóttir eiga dætur í framhaldsskóla í Reykjavík . Þær eru 16 og 17 ára og því ólögráða. Silja og Anna Björg segja að þessi aldur hafi á vissan hátt gleymst í faraldrinum, krakkarnir séu hvorki börn né fullorðin og þær gagnrýna stjórnvöld fyrir úrræðaleysi við að hjálpa þeim. Kristján Sigurjónsson talar við Steinunni, Silju og Önnu Björgu.
Formaður mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

458 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners