Forstjóri DNB bankans í Noregi segist líta Samherjamálið alvarlegum augum. Ekki sé hægt að útiloka að bankinn hafi verið misnotaður.
Mennta- og menningarmálaráðherra segir að skýrsla ríkisendurskoðunar muni nýtast í vinnu til að tryggja rekstur RÚV, ekki sé hægt að stóla á einskiptisaðgerðir til að rétta fjárhaginn af
Rannsóknarlögreglumaður biður foreldra um að fylgjast með hegðunarbreytingum hjá börnum eftir að efni sem kallast spice fannst í rafrettum 13 og 14 ára unglinga.
Lögreglan á Húsavík rannsakar hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt.
Atkvæðagreiðslu um nýjan búvörusamning í mjólkurframleiðslu hefur verið frestað um viku vegna mótmæla kúabænda.
Útlit er fyrir að boða verði til þingkosninga í Ísrael í þriðja sinn á einu ári vegna þráteflis í stjórnarmyndunarviðræðum. Starfandi forsætisráðherra telur þó að enn sé tækifæri til að mynda starfhæfa stjórn.
Minna brennisteinsinnihald í olíu skemmtiferðaskipa mun ekki hafa áhrif á komu þeirra hingað. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem þjónustar skipin. Arnar Páll Hauksson segir frá og ræðir við Jóhann Bogason.
Frelsi til að gera hlutina eftir eigin höfði án málamiðlana, reynslan af því að redda málunum upp á eigin spítur, hamingjan sem býr í því að vera sjálfum sér nægur. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það er dýrt og það getur verið einmanalegt. Spegillinn fjallar næstu daga um stöðu einbúa á Íslandi - í þessum fyrsta pistli skoðum við tölfræðina. Fjölgar í hópi þeirra sem búa einir? Arnhildur Hálfdánardóttir segir fá og talar við Ómar Halldórsson.
Allt er í heiminum hverfult, það sem þykir gott og gilt í dag þykir afleitt á morgun. Þetta er gömul saga og ný. Hversu langt mega söguritarar ganga í að dæma viðhorf og tíðaranda liðinna áratuga eða alda? Er sanngjarnt að fordæma viðhorf genginna kynslóða til kvenna, kynhneigðar, kynþátta og húðlitar? Eða skoðanir á trúmálum, stjórnmálastefnum, heimspeki? Hvar á draga línuna, hvað er sanngjarnt og ósanngjarnt, hversu afdráttarlaus á endurskoðun á hugmyndum og viðhorfum að vera? Kristján Sigurjónssonsegir frá nýrri sýn á franska listmálarann Paul Gauguin sem oft og iðulega málaði myndir af fáklæddum táningsstúlkum.