Spegillinn 20.janúar 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson
Joe Biden sór í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn á tröppum þinghússins í Washington. COVID-19 faraldurinn og hryðjuverkaógn öfgamanna settu svip sinn á athöfnina.
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Siglufirði í dag vegna snjóflóðahættu og íbúðarhús rýmd í kjölfarið. Enn hefur ekki tekist að meta skemmdir á skíðasvæðinu á Siglufirði sem varð fyrir snjóflóði í morgun. Varðskipið Týr er á leið norður.
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og annar oddvita þar ætlar ekki að taka þriðja sæti á lista flokksins í höfuðborginni fyrir næstu kosningar. Formaður flokksins segir að lýðræðislegt ferli hafi ráðið því að Ágúst komst ekki ofar á lista.
Andri Snær Magnason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins í dag.
Útlendingastofnun bárust fjórðungi færri umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra en árið áður, en þó hafa aldrei fleiri fengið vernd. Forstjóri Útlendingastofnunar segir líklegt að umsóknum fjölgi um leið og samgöngur milli landa verði greiðari.
Ísland tapaði fyrir Sviss með tveggja marka mun í milliriðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í dag.
Lengri umfjöllun:
Joe Biden er nýr forseti Bandaríkjanna, settur í embætti í dag. Spegillinn settist niður með Höllu Hrund Logadóttur stjórnmálafræðingi og sviðsstjóra Miðstöðvar norðurslóða við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum og ræddi við hana um verkefnin sem bíða nýs forseta. Kristján Sigurjónsson talar við Höllu Hrund.
Prófíll af Jo Biden. Joseph Robinette Biden yngri tók við sem 46. forseti Bandaríkjanna. Hann er 78 ára og elstur þeirra sem hafa tekið við því embætti. Ferð hans í Hvíta húsið hefur enda tekið nærri hálfa öld að segja má, allt frá því að hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware árið 1972. Á kjördegi var hann aðeins 29 ára og hafði því ekki aldur til að setjast í öldungadeildina, en var orðinn þrítugur þegar hann tók sæti sitt. Biden er kaþólikki, elstur fjögurra systkina og fæddur í Scranton í Pennsylvaniu en flutti til Delaware með fjölskyldu sinni á barnsaldri. Hann lauk laganámi og hafði setið í sveitarstjórn um skamma hríð þegar hann var kosinn öldungadeildarþingmaður Demókrata. Þar sat hann svo í þrjátíu og sex ár þar til Barack Obama valdi hann sem varaforsetaefni sitt. Hann gegndi síðan embætti varaforseta bæði kjörtímabil Obama. Anna Kristín Jónsdóttir tekur saman.
Kristján Sigurjónsson ræðir beint við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um ands