Spegillinn 21.apríl 2020
Umsjón: Arnar Páll Hauksson og Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Átta til tíu þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið allt að 6 milljóna króna lán á lágum vöxtum, lítil fyrirtæki, sem gert var að loka í sóttvarnaraðgerðum, fá að allt tveggja komma fjögurra milljóna króna styrk og hugað verður að geðheilbrigði, tómstundum og íþróttum barna og verndun viðkvæmra hópa í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Um 60 milljarðar króna fara í aðgerðirnar.
Heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í framlínunni vegna COVID-19 fá sérstaka umbun. Hún gæti í heild numið einum milljarði og náð til á þriðja þúsund starfsmanna.
Efling hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall sem á að hefjast 5. maí. Það næði meðal annars til félagsmann sem starfa hjá sveitarfélögunum Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.
Kórónuveirutilfellum fjölgar svo hratt í Mexíkó að viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. Forseti landsins er sakaður um að hafa brugðist seint og illa við farsóttinni.
Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Lengri umfjöllun:
Leitað eftir viðbrögðum vegna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag. Í beinni útsendingu var rætt við Jóhannes Þór Skúlason. famkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnnar, Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Katrínu Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.