Spegillinn 21.05.2019
Umsjón: Pálmi Jónasson
Rafiðnaðarsambandið samþykkti nýgerðan kjarasamning mjög nauðmlega.
Síðari umræða um þriðja orkupakkann stendur enn á Alþingi.
Forseti Alþingis segir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafi misnotað dagskrárliðinn störf þingsins með því að fara mjög ósæmilegum orðum um Ásmund Friðriksson
Hertri löggjöf um þungunarrof var mótmælt víða í Bandaríkjunum í dag. Á þriðja tug ríkja hafa annað hvort samþykkt eða tilkynnt um breytingar á lögum sem takmarka rétt til þungunarrofs.
Meira en tuttugu þúsund störf eru í hættu ef British Steel, næst stærsti stálframleiðandi Bretlands, verður gjaldþrota. Verkamannaflokkurinn leggur til að fyrirtækið verði þjóðnýtt.
Það eru sláandi líkindi með íslenska al Thani málinu svokallaða og sakamáli á hendur fyrrum forstjóra Barclaysbankans og þremur öðrum yfirmönnum bankans. En framvinda málanna í löndunum tveimur var mjög ólík. Nýlega kom svo í ljós að yfirmenn í Englandsbanka voru mótfallnir sakamálarannsókn því það gæti stofnað Barclaysbankanum í tvísýnu. Sem þýddi þá að bankar væru hafnir yfir lög og rétt. Sigrún Davíðsdóttir sagðiu frá.
Svartolía mun heyra sögunni til eftir næstu áramót. Þá verður ekki heimilt að nota skipaolíu sem inniheldur meira en 0,5% af brennisteini. Mörkin núna eru 3,5%. Um 22% af skipaolíu sem seld var 2016 hér á landi var svokölluð svartolía sem inniheldur hátt hlutfall af brennisteini. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Guðberg Rúnarsson.
Þið hafið sennilega ekki tekið eftir því þegar þið stiguð á baðvigtina í morgun en síðan í gær eru kílóin ekki þau sömu. Járnklumpnum í París sem kílóin og þar með þyngd okkar er miðuð við var þá endanlega skipt út fyrir nýjan stuðul. Jón Björgvinsson segir frá og talar við Þorstein Viljjálmsson, prófessor í eðlisfræði.