Félagsmálaráðherra segir að stjórnvöld hafi ekki sinnt málum barna nægilega vel á undanförnum árum. Hann boðar aðgerðir vegna upplýsinga sem koma fram í samantekt UNICEF um ofbeldi gegn börnum á Íslandi.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabankans sé risastórt skref í rétta átt. Formaður VR segir að vaxtalækkunin sé ánægjulegt skref.
Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Þór Ingólfsson.
Hrun virðist vera byrjað á ákveðnum hlutum Suðurskautsjökulsins og rýrnun Grænlandsjökuls fer hraðvaxandi. Vísindamenn telja að sjávarborð geti hækkað mun meira en spáð hefur verið. Bergljót Baldursdóttir talar við Tómas Jóhannesson fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands síðar.
Öll framkvæmdaleyfi Landsnets vegna Kröflulínu þrjú eru í höfn. Hefja á framkvæmdir á næstu dögum.
Milliríkjadeila er brostin á milli Kanadamanna og Filippseyinga vegna nokkurra tuga ruslagáma. Forseti Filippseyja hótar að láta henda þeim í hafið í kanadískri lögsögu, neiti Kanadamenn að taka við þeim.
Í Speglinum var talað við Sigrúnu Davíðsdóttur um réttarhöld í París vegna Landsbankans í Lúxemborg.
Umsjón Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður magnús Þorsteinn Magnússon