Allir verkferlar voru þverbrotnir þegar smit kom upp hjá áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar. Þetta segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið hljóti að verða skoðað af eftirlitsaðilum eða lögreglu. Þórhildur Þorkelsdóttir talaði við hann. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman.
Ekkert er vitað um hvernig myndi leggjast á sjúklinga að vera á sama tíma með inflúensu og Covid-19, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hins vegar sé hægt að ávísa lyfjum við inflúensu sem ekki eru til við Covid. Alma Möller, landlæknir segir mikilvægt að viðkvæmir láti bólusetja sig. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir bæta þurfi upplýsingamiðlun. Valgeir Örn Ragnarsson tók saman.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra draga verði lærdóm af ruglingi sem skapaðist í vikunni milli reglugerðar, og tilmæla um íþróttaiðkun og opnun líkamsræktarstöðva.
Íslendingar þurfa að halda áfram að vanda sig gífurlega í sóttvörnum, að minnsta kosti næstu sex vikurnar. Þetta segir Kári Stefánson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Útgöngubann í París og fleiri borgum í Frakklandi hefur verið framlengt. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Meirilhuti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka tilboði félags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, í rúmlega fimmtán prósenta eignarhlut bæjarins í HS Veitum.
----
Ruglingur og óþreyja vegna sóttvarnaaðgerða, tilmæla sóttvarnalækna og reglugerða ráðherra. Hver er ábyrgð stjórnvalda. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingar og Ólaf Þór Gunnarsson þingmann VG.
Daninn Jack Eriksson sem fór í skíðaferð til Ischgl í Austurríki smitaði að minnsta kosti níu manns eftir heimkomuna. Þrátt fyrir viðvörun fá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum liðu fimm dagar þar til Danir settu skíðabæinn á bannlista. Arnar Páll Hauksson segir frá uppruna smita í Danmörku og viðbrögðum stjórnvalda.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.