Tap Tryggingamiðstöðvarinnar og VÍS vegna fasteignasjóðsins GAMMA Novus nemur nærri hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi.
Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Norður- og Austurlandi á morgun. Spáð er hvassri norðanátt og snjókomu. Færð gæti spillst.
Aðildarríki Evrópusambandsins eru fylgjandi því að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Tyrkneskar hersveitir hafa tekið yfir svæði í norðurhluta Sýrlands sem áður tilheyrðu Kúrdum. Rússar hafa sent herlögreglu til aðstoðar.
Yfir 70 prósent bíla fóru um Vaðlaheiðargöng milli Akureyrar og Fnjóskadals fyrstu níu mánuði ársins.
Lúpína þekur nú 300 ferkílómetra á landinu og líklegt að hún eigi eftir að breiða hressilega úr sér á næstu áratugum.
Er fótur fyrir sögum um að kínverskir ferðamenn séu óalandi og ferjandi? Spegillinn ræðir við kínverskufræðing. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar Við Arnar Stein Þorsteinsson.
Stefnt er að því að banna allar selveiðar við Ísland vegna þess hve mikið sel hefur fækkað. Dýravistfræðingur segir að ástæða fækkunarinnar sé ekki ljós. Formaður samtaka selabænda hlær að tillögunni vegna þess að engar selveiðar séu lengur stundaðar. Arnar Páll Hauksson talar við Ester Rut Unnsteinsdðóttur og Pétur Guðmundsson.