Stjórnvöld hafa til skoðunar hvernig eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar með fjárhagsstöðu Íslandspósts hefur verið háttað á undanförnum árum. Samgönguráðuneytið spyr hvassra spurninga í bréfum til stofnunarinnar.
Þingmaður Miðflokksins segist ánægður með úrskurð Persónuverndar í Klausturmálinu. Siðanefnd Alþingis hefur fengið málið til umfjöllunar frá forsætisnefnd.
Hagvaxtarauki sem kveðið er á um í lífskjarasamningnum gæti komið til greiðslu á næsta ári og því þarnæsta að mati Alþýðusambands Íslands.
Fimm hundruð gervisíður á Facebook, sem voru notaðar til að dreifa fölskum upplýsingum til milljóna manna í Evrópu til að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar, hafa verið afhjúpaðar. Facebook hefur tekið sumar þeirra niður. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að ýmsar aðgerðir séu til að sporna við þessu.
Leiðtogi Demókrata á Bandaríkjaþingi telur óvarlegt að stefna Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Slíkt geti aukið á sundurlyndi meðal þjóðarinnar.
Fyrirtækið Avaaz sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu hefur afhjúpað 500 gervisíður á Facebook sem notaðar voru til að breiða út falskar fréttir og hatursorðræðu hægriöfgamanna í Evrópu. Markmiðið með þeim var að hafa áhrif á kosningar til Evrópuþingsins sem hefjast í dag. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir að ýmsar aðgerðir hafi verið skipulagðar til að draga úr áhrifum falsfrétta en oft sé mjög erfitt að eiga við þær. Bergljót Baldursdóttir talaði við Wlfu ÝR.
Rasmus Paludan er dæmdur eltihrellir og að margra mati hreinn og klár fasisti. Hann vill banna íslamstrú og reka alla innflytjendur úr landi. Kannanir sýna að nýr flokkur hans fær fimm þingmenn í kosningunum í Danmörku. Paludan er leiðtogi annars af tveimur nýjum flokkum sem eru hægra megin við Danska þjóðarflokkinn sem tapar stórt á kostnað þeirra. Pálmi Jónasson segir frá.
Stóran hluta plastmengunar í heimshöfunum má rekja til þess fatnaðar sem við göngum í. Árlega er talið að um 500 þúsund tonn af örtrefjum úr fatnaði renni til sjávar á ári. Finnsk uppfinning gæti leyst þennan vanda. Hún felst í því að framleiða föt úr trjám. Arnar Páll Hauksson segir frá.