Spegillinn

Spegillinn 24. júní 2019


Listen Later

Spegillinn mánudaginn 24. júní
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Ástæða er til að hafa áhyggjur af meiri hernaðarumsvifum á norðurslóðum, meðal annars í ljósi þess að Bandaríkjaher áformar uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Embætti ríkislögreglustjóra segir að framganga ríkislögreglustjóra í máli lögreglumannsins sem þrjár stúlkur sökuðu um kynferðisbrot hafi verið lögum samkvæmt.
Vel gengur að hrinda 54 verkefnum árs gamallar byggðaáætlunar í framkvæmd, að mati verkefnastjóra í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, en tíu verkefni eru þó enn ekki hafin.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kynnti í dag frekari refsiaðgerðir gegn Íran. Hyggst hann til að mynda beita beita Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerk Írans, stórtækum viðskiptaþvingunum til að hefna fyrir drónann sem Íransher skaut niður í síðustu viku.
Gert er ráð fyrir að álagning á sykraða gosdrykki og sælgæti hækki í nýrri aðgerðaáætlun Landlæknisembættisins . Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir að það sé mikilvægt fyrir lýðheilsu Íslendinga að sykurskattur komist í gagnið.
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít hafa nú hafst við í sérsmíðaðri laug í Vestmannaeyjum í fimm daga, eftir ferðalagið stranga frá Kína. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður þekkingarseturs Vestmannaeyja, hefur fylgst með systrunum og hverning þeim vegnar í Eyjum.
Lengri umfjallanir:
Einar Sveinbjörnssson veðurfræðingur segir að þurrviðri undanfarinna vikna á Vesturlandi sé tæplega hægt að skrifa á loftslagsbreytingar. Ef þetta gerðist ár eftir ár mætti tala um breytingar. Kristján Sigurjónsson talar við Einar um veðurfar á íslandi það sem af er sumri og hitabylgjuspá á meginlandi Evrópu.
Það stefnir í að hlé verði gert í júlí á kjaraviðræðum opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög. Samiðn og Rafiðnarsambandið hafa skrifað undir samkomulag við ríkið um friðarskyldu til 30. september og að 105 þúsund krónur verði greiddar 1. ágúst sem fyrirframgreiðsla vegna væntanlegra launahækkana. Bæði BSRB og BHM hafa fengið tilboð um svipað samkomulag en þar er miðað við að friðarskylda verði til 15. september. Enn á eftir að semja við sveitarfélögin um breytta viðræðuáætlun. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur.
Fyrst voru þeir tíu, frambjóðendur til leiðtoga Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Nú eru tveir eftir, Jeremy Hunt utanríkisráðherra og þingmaðurinn Boris Johnson, áður borgarstjóri höfuðborgarinnar og utanríkisráðherra. Kapphl
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners