Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir Landspítalann hafa vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla og rætt verði á næstu dögum um aðgerðir. Spítalinn fái viðbótarkostnað vegna covid19 bættan. Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að svelta spítalann. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman af Alþingi.
Tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hefur viðurkennt bótaskyldu vegna rangrar greiningar í skimun hjá konu sem nú er langt leidd af leghálskrabbameini. Málum ellefu kvenna hefur verið vísað til Landlæknis segir Sævar Þór Jónsson lögmaður kvennanna, Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann.
Það er ekki verið að færa ráðherra og sóttvarnarlækni meiri völd með nýju frumvarpi til sóttvarnarlaga, heldur skerpa á lögum sem þegar eru í gildi, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Skíðasvæði í bæversku Ölpunum verða að líkindum lokuð um hátíðirnar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Hulda Rós Hákonardóttir, einn eigenda Húsgagnahallarinnar segir að það sé áskorun að taka á móti mörgum viðskiptavinum í samkomutakmörkunum. Þar var bið í morgun áður en opnað var. Jóhann Bjarni Kolbeinsson talaði við hana.
---------------
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar óttast að verkfallsrétturinn verði tekinn af þeim og að þeir dragist aftur úr í launum. Þeir vilja alls ekki slíta tengsl við aðalsamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair. Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Guðmund Úlf Jónsson formann Flugvirkjafélags Íslands.
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta sem greiddar hafa verið um 1.200 manns vegna þess hvernig farið var með þá sem börn á heimilum á vegum hins opinbera telur að endurskoða þurfi lög um sanngirnisbætur og horfa til þess að fólk sem vistað var á heimilum á borð við Arnarholt réði í fæstum tilvikum sínum dvalarstað þó að það væri fullorðið. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Halldór.
Norska ríkið græðir á kófinu. Og það sem meira er: Það er hagvöxtur í landinu þannig að allt sem tapaðist með víðtækum lokunum í atvinnulífinu í vor er komið til baka. Norðmenn hafa smátt og smátt lært að lifa með smitinu og græða í efnahagskófinu. Gísli Kristjánsson.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar G. Gunnarsson. Stjórn útsendingar fyrri hluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.