Umsjón: Pálmi Jónasson
Hlutfall þeirra sem er í sóttkví við greiningu hefur hækkað eftir því sem á líður aðra bylgju faraldursins hér á landi. Landlæknir segir brögð að því að fólk sé á faraldsfæti og á mannamótum, jafnvel með einkenni.
Þorsteinn Halldórsson fékk í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti, til viðbótar við fimm og hálfs árs dóm sem hann hafði áður fengið.
Svissnesk yfirvöld rannsaka nú hvernig fyrrverandi ástkona Jóhanns Karls, fyrrverandi Spánarkonungs, stóð að kaupum á sveitasetri í Bretlandi.
Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina.
Líkt og fleiri lönd glíma bresk yfirvöld við staðbundin COVID-19 hópsmit. Helsta viðfangsefni stjórnarinnar nú er að opna aftur grunn- og framhaldsskóla, en það mistókst í vor.
Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Maryanne Trump Barry er eldri systir forsetans og fyrrverandi alríkisdómari. Hún gagnrýnir bróður sinn harkalega og segir hann hugsjónalausan með öllu. Hann hafi engin grunngildi og hugsi eingöngu um sig sjálfan. Pálmi Jónasson segir frá í Speglinum.
Loftslagsbreytingar, hlýnun jarðar og kórónuveiran eiga það sameiginlegt að við þau þarf á fást á heimsvísu en tilhneiging er til þess að bregðast við á staðbundinn hátt og innan landamæra. Clemens Fuest (Fúst) hagfræðingur og forseti Alþjóðastofnunar um opinber fjármál hefur ráðlagt þýsku ríkisstjórninni um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinunum. Stofnunin stóð nýlega fyrir ráðstefnu um loftslagsbreytingar og náttúruauðlindir í samstarfi við Háskóla Íslands. Þau mál hafa jú verið í hámæli undanfarin ár en deilt um hvernig miðar og lykill að árangri er samvinna á alþjóðavísu, segir Fuest. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá í Speglinum.
Fjöldi nýrra COVID-19 smita í Bretlandi hefur hangið í kringum þúsund á dag í tæpa tvo mánuði. Smitin hafa verið staðbundin og tekið á þeim með staðbundnum samskiptatakmörkunum. Nú þegar skólaárið er að byrja er eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að sjá til þess skólar taki aftur til starfa. Nokkuð sem mistókst í vor. Sigrún Davíðsdóttir segir frá í Speglinum.