Spegillinn 25. nóvember 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson
Sáttafundi í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins lauk án árangurs á sjötta tímanum. Nýr fundur er boðaður í fyrramálið. Ef verkfallið dregst á langinn munu þyrlur gæslunnar og flugvél stöðvast í síðasta lagi 12. desember. Treysta verður á björgunarsveitir og önnur tæki Landhelgisgæslunnar en þyrlur næstu tvo sólarhringa
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindist með kórónuveiruna í dag. Hann segir að fregnirnar hafi verið óskemmtilegar en að hann hafi það ágætt.
Vonskuveðri er spáð næsta sólarhring víða um land og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular og gular viðvaranir.
Flugfélagið Norlandair hefur samið við grænlensku heimastjórnina um áætlunarflug frá Reykjavík og Akureyri til austurstrandar Grænlands
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um sóttvarnalög á Alþingi síðdegis. Frumvarpið er heildarlög og fær ráðherra meðal annars vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu nái frumvarpið fram að ganga.
Formaður VR vill að ríkisstjórnin leggi áherslu á stuðningsaðgerðir fyrir heimili sem lenda í vanda við að standa skil á skuldbindingum sínum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að gæta verði að því að kreppan auki ekki ójöfnuð.
Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Diego Armando Maradona lést í dag, 60 ára að aldri.
Lengri umfjöllun:
Ef verkfall flugvirkja dregst á langinn er útlit fyrir að öll loftför, þyrlur og flugvél stöðvist í síðasta lagi 12. desember. Þó að verkfallið leysist á næstu dögum mun það taka langa tíma að koma flugflotanum í fyrra horf. Árangurslaus sáttafundur var haldinn í deilunni í dag. Í deilunni er ekki tekist á um launahækkanir heldur um tengingu kjarasamnings flugvirkja við ríkið og kjarasamnings flugvirkja hjá Icelandair við SA og Icelandair. Rætt við Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og Arnar Páll Hauksson talar við Valmund Valmundsson formann Sjómannasambands Íslands um áhyggjur sjómanna af deilunni.
Geðhjálp hefur borist fjöldi ábendinga að undanförnu, um margvíslega misbresti í þjónustu og aðbúnaði fólks sem glímir við geðsjúkdóma. Ábendingunum fjölgaði eftir að umfjöllun um aðbúnað á vistheimilinu Arnarholti hófst fyrir tveimur vikum. Ábendingarnar varða meðal annars þvinganir og koma sumar ábendingar frá starfsfólki. Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður talaði við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar.
Joe Biden hefur tilkynnt um val lykilráðherra í stjórn hans sem tekur við völdu