Spegillinn 25. okt. 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Alþingi verður ekki sett fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum segir forsætisráðherra. Afar ólíklegt er að ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verði kynnt fyrir þann tíma.
Yfir helmingur Íslendinga, sextíu ára og eldri, hefur þegið örvunarskammt vegna COVID-19.
Þrír féllu og tugir særðust þegar hermenn skutu á hóp fólks í höfuðborg Súdans. Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla valdaráni hersins.
Nýtt rakningarforrit hefur verið sett upp í Háskóla Íslands sérstaklega ætlað nemendum og starfsfólki skólans.
Traust Íslendinga til heilbrigðiskerfisins og getu þess til að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir hefur aukist eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geirs Gunnlaugssonar, fyrrverandi landlæknis.
Tvö þúsund manns frá rúmlega 100 löndum deila þekkingu sinni á jarðvarma á Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins sem hófst í Hörpu í dag.
Um fimmtungur þeirra erinda og greina sem kynnt eru á stórri alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Reykjavík er afrakstur nemenda sem útskrifast hafa úr Jarðahitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi.
Lengri umfjöllun:
Hann virtist fullkomlega yfirvegaður þegar hann þurrkaði blekið af fingurgómunum - Otoniel alræmdur kólumbískur fíkniefnabarón sem nú hefur verið handtekinn. Hann fylgdi fyrirmælum lögregluljósmyndarans, tók niður grímuna, horfði beint fram, sneri sér svo á hægri hlið og næst á þá vinstri. Setti hendurnar því næst samvinnuþýður aftur fyrir bak og beið þess að vera handjárnaður. Enda sjálfsagt búist lengi við því. Otoniel sem heitir í raun Dairo Antonio Usuga, er nýorðinn fimmtugur, snoðklipptur, með há kollvik og dálitla velmegunar bumbu. Hann var klæddur svörtum stuttermabol, svörtum buxum og hnéháum svörtum gúmmístígvélum þegar tveir lögreglumenn leiddu hann út úr flugvél lögreglunnar á vellinum í Bogota, og sýndu gripinn fjölmiðlafólki og örfáum her- og lögreglumönnum. Ragnhildur Thorlacius segir frá.
Verzlunarskóli Íslands ætlar að gæta að kynjahlutföllum við innritun nemenda. Þar hefur hingað til verið horft til einkunna úr grunnskóla og þær umreiknaðar í stigafjölda. Þess er nú einnig gætt að hlutfall kyns fari ekki yfir 60% innritaðra nemenda. Stúlkur hafa verið í miklum meirihluta nýnema í Verzlunarskólanum undanfarin ár og hlutfall þeirra hærra en í umsóknun þar sem skiptingin hefur verið 60% stúlkur en 40% drengir. Einkunnir stúlkna hafa verið hærri en drengjannna og þær því frekar teknar inn. Segir í umfjöllun á v