Spegillinn

Spegillinn 25.janúar 2021


Listen Later

Spegillinn 25.janúar 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Ísland fær 13.800 skammta af bóluefni AstraZeneca í febrúar, gangi það eftir að Lyfjastofnun Evrópu afgreiði umsókn fyrirtækisins um skilyrt markaðsleyfi á föstudag.
Nokkur snjóflóð hafa fallið ofan við Eskifjörð og Reyðarfjörð í dag og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu. Litlar líkur eru þó taldar á að flóð falli í byggð.
Rudy Giuliani, lögmaður fyrrverandi Bandaríkjaforseta er krafinn um einn komma þrjá milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa haldið því fram að kosningavélar hefðu verið notaðar til að tryggja Joe Biden forsetaembættið.
Tveir laugarverðir voru að störfum í Sundhöll Reykjavíkur þegar karlmaður lést þar á fimmtudaginn. Lögreglan rannsakar málið og er með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, varar við hættunni á því að sameinaða konungsríkið Bretland leysist upp haldi stjórnin í Lundúnum áfram að hundsa vilja Skota, Norður-Íra og íbúa Wales
Allt er á kafi í snjó á Akureyri og sorphirða þar féll niður í dag.
Lengri umfjöllun:
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur Íslendinga til að ferðast ekki erlendis að nauðsynjalausu. Hann segir að talsverður fjöldi farþega greinist með smit á landamærunum. Farþegum hafi fækkað að undanförnu en hlutfall smita á meðal þeirra sé í kringum eitt prósent, en var langt undir núll komma núll einu prósenti síðastliðið haust. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræðir við Þórólf um hvað er framundan í bólusetningu, dreifingu bóluefnis og útlitið í ferðaþjónustunni.
Bjarnheiði Hallsdóttur formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst við orðum Þórólfs og segir frá hvernig ferðaþjónustuferðatækin standa að undirbúningi sumarsins, hvort erlendir ferðamenn séu væntanlegir og áherslu á íslenska ferðamenn. Kristján Sigurjónsson talar við Bjarnheiði.
Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Ólaf.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners