Spegillinn 26. maí 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Forstjóri Landspítalans segir að bregðast verði harkalega við ef COVID-smit koma upp eftir að landamæri hafa verið opnuð. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna COVID á landamærum er lítil afkastageta sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans veikleiki í sóttvörnum og almannavörnum landsins.
Þingfundir verða sennilega haldnir fram á haust með hléum í júlí og ágúst. Fjárlög verða ekki tilbúin fyrr en í október.
Stjórnvöld hvetja Íslendinga búsetta erlendis að kjósa snemma í forsetakosningunum. Vegna Covid-faraldursins er póstur lengur að berast á milli landa en venjulega.
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur minnkað umtalsvert undanfarnar vikur. Veðurstofan fylgist þó vel með því virkin er meiri en í venjulegu ástandi.
Traust og staða pólitískra ráðgjafa, öllu heldur eins ráðgjafa, er stórmál í Bretlandi.
Lengri umfjöllun:
Verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum hefur skilað sinni skýrslu. Meginniðurstaðan er að það er hægt að taka sýni af komufarþegum og fá niðurstöðu innan fimm klukkutíma. En það eru ýmsir annmarkar og óvissuþættir - kannski einkum þeir að afkastageta sýkla- og veirufræðideildar Landspítala (SVEID), er ekki nema 500 sýni á dag, en í forsendum verkefnisstjórnarinnar þegar hún hóf vinnuna var gert fyrir 1000 sýnum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í beinni útsendingu um skýrsluna og stöðu Landspítalans.
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.