Spegillinn

Spegillinn 26.11.2019


Listen Later

Umsjón: Pálmi Jónasson
Tvö félög sem norski bankinn DNB taldi tengjast Samherja voru metin í hættu á að vera nýtt í peningaþvætti. Þetta kemur fram í nýjum gögnum WikiLeaks.
Þorsteinn Már Baldvinsson, sem hætti tímabundið sem forstjóri Samherja eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin, er hættur í stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga.
Namibíski herinn er í viðbragðsstöðu vegna kosninganna þar. Slæmt efnahagsástand og uppljóstranir í Samherjaskjölunum um spillingu hafa valdið óánægju í Namibíu.
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Möltu og náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans sögðu af sér í dag. Lögregla hefur hert á rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Galizia fyrir tveimur árum.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir að fjölga verði starfsmönnum á rannsóknarsviði embættisins um sex að lágmarki.
Af hverju máttum við ekki skrá okkur í sambúð? Spyrja systurnar Oddrún Vala og Ragnheiður Gyða Jónsdætur. Þær hafa rekið saman heimili í hartnær þrjátíu ár og ólu dóttur Ragnheiðar upp í sameiningu. Eru gild rök fyrir því að skylt fólk megi ekki búa saman og njóta sömu réttinda og óskyld hjón eða pör? Þarf að endurskoða hvernig við hugsum um fjölskyldur? Spegillinn kíkti í heimsókn til systranna, ræddi við þær um sambúðina sem ekki má skrá hjá Þjóðskrá og fékk álit lögfræðiprófessors. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Oddrúnu Völu og Ragnheiði Gyðu Jónsdætur og Hrefnu Friðriksdóttur.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari segir að fjölga verði starfsmönnum á rannsóknarsviði embættisins að lágmarki um sex um áramótin, helst átta. Þetta kemur fram í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins sem fréttastofa fékk afhent. Rætt við Ólaf Þór í Speglinum.
Hvalir binda meira af koldíoxíði en regnskógarnir og hjálpa til við framleiða um helming af súrefni jarðarinnar. Hópur vísindamanna heldur því fram að ef hvalir eru verndaðir og þeim fjölgað gætu þeir gegnt mikilvægu hlutverki í að eyða gróðushúsalofttegundum. Þetta kemur fram í grein í veftímaritinu Fjármál og þróun sem er vefmiðill á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Arnar Páll Hauksson sagði frá í Speglinum.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners