Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem kærði ráðningu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu segir menntamálaráðherra í málsókn gegn sér á kostnað ríkisins.
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Austfjörðum og Norðurlandi en er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Óliver Hilmarsson, snjólfóðaeftirlitsmann.
Nýr eigandi ætlar að biðja um flýtimeðferð á leyfi til að rífa brunarústir við Bræðraborgarstíg í Vesturbæ Reykjavíkur. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir rædd i við Runólf Ágústsson, verkefnisstjóra hjá Þorpinu-vistfélagi.
Miðflokkurinn leggst gegn frumvarpi um viðurlög ef hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja er ójafnt. Slíkt sé yfirstéttajafnréttisnálgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá umræðum á Alþingi og heyrist í þingmönnunum Bergþóri Ólasyni (M) og Bryndísi Haraldsdóttur (D).
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis á von á góðu þingi, en störfum þess á að ljúka 10. júní. Hann telur gott að kjósa í haust og fá vissa fjarlægð milli þings og kosningar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Steingrím.
------------
Til að uppfylla húsnæðisþarfir landsmanna á næstu tíu árum þarf að byggja þrjú þúsund íbúðir á ári. Þetta segja þau Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar og Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingar hjá sömu stofnun. Þau fjölluðu um þróunina á húsnæðismarkaði og íbúðaþörfina á Húsnæðisþingi. Kristján Sigurjónsson ræddi við þau.
Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur að reglum um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samorka segir að tillögurnar séu skref í rétta átt en þó þurfi að breyta þeim. Eigandi vindmyllufyrirtækis segir að umsóknarferlið verði tvöfalt erfiðara. Arnar Páll Hauksson sagði frá og ræddi við Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku og Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri Storm-orku.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.