Spegillinn

Spegillinn 27. Janúar


Listen Later

Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem kærði ráðningu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu segir menntamálaráðherra í málsókn gegn sér á kostnað ríkisins.
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Austfjörðum og Norðurlandi en er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Óliver Hilmarsson, snjólfóðaeftirlitsmann.
Nýr eigandi ætlar að biðja um flýtimeðferð á leyfi til að rífa brunarústir við Bræðraborgarstíg í Vesturbæ Reykjavíkur. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir rædd i við Runólf Ágústsson, verkefnisstjóra hjá Þorpinu-vistfélagi.
Miðflokkurinn leggst gegn frumvarpi um viðurlög ef hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja er ójafnt. Slíkt sé yfirstéttajafnréttisnálgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá umræðum á Alþingi og heyrist í þingmönnunum Bergþóri Ólasyni (M) og Bryndísi Haraldsdóttur (D).
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis á von á góðu þingi, en störfum þess á að ljúka 10. júní. Hann telur gott að kjósa í haust og fá vissa fjarlægð milli þings og kosningar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Steingrím.
------------
Til að uppfylla húsnæðisþarfir landsmanna á næstu tíu árum þarf að byggja þrjú þúsund íbúðir á ári. Þetta segja þau Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar og Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingar hjá sömu stofnun. Þau fjölluðu um þróunina á húsnæðismarkaði og íbúðaþörfina á Húsnæðisþingi. Kristján Sigurjónsson ræddi við þau.
Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur að reglum um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samorka segir að tillögurnar séu skref í rétta átt en þó þurfi að breyta þeim. Eigandi vindmyllufyrirtækis segir að umsóknarferlið verði tvöfalt erfiðara. Arnar Páll Hauksson sagði frá og ræddi við Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku og Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri Storm-orku.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners