Mál Sigurjóns Árnasonar og Elínar Sigfúsdóttur verður tekið til meðferðar aftur í Hæstarétti.
Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segir brýnt að fá öflug og sjálfvirk tæki til að greina sýni. Deildin geti greint fimmhundruð sýni á dag í takmarkaðan tíma og því spurning hvort fá eigi fleiri til að greina sýni á meðan ástand deildarinnar sé svona.
Öllum flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð hjá Isavia, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall.
Landeigendur hafa fengið sig fullsadda af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug, nærri Flúðum.
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti að hann hefði séð mann falla í Ölfusá. Maðurinn sem hann sagðist hafa séð falla í ána var hann sjálfur.
Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum.
Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu.