Spegillinn

Spegillinn 27. september 2019


Listen Later

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hreinn var lögmaður í máli gegn Haraldi Jóhannessen ríkislögreglustjóra.
Forseti Bandaríkjanna neitar því staðfastlega að hafa brotið af sér í símtali við forseta Úkraínu. Demókratar segja að málið liggi ljóst fyrir enda sé vitað hvað forsetunum fór á milli.
Stefnt er að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er víða farin að nálgast þolmörk.
Aukin samkeppni frá litlum fjármálafyrirtækjum, fjártæknifyrirtækjum og lífeyrissjóðum vó þungt í þeirri ákvörðun stjórnenda Arion banka að segja upp hundrað starfsmönnum.
Fulltrúar ungmenna sem efnt hafa til loftslagsverkfalla á Austurvelli á föstudögum urðu fyrir vonbrigðum á fundi með ráðherrum í dag þar sem þau afhentu þeim kröfugerðir.
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru mættir til mótmæla sem eiga að standa fram á þriðjudag, þegar Kínverjar fagna sjötíu ára afmæli alþýðulýðveldisins.
Fjölmiðlanefnd er ekki starfhæf. Skipun nýrrar nefndar hefur frestast þar sem Blaðamannafélag Íslands hefur ekki ákveðið hvort það ætlar að tilnefna sinn fulltrúa.
Hvernig verða bankar framtíðar? Verða kannski engir bankar? Undanfarin ár hafa orðið hraðar breytingar í bankageiranum og það eru frekari breytingar framundan. Breytingar sem áttu þátt í því að hundrað starfsmönnum var sagt upp í Arion banka í gær. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Gunnlaug Jónsson.
Ólafur Árnason hjá Verkfræðistofunni Eflu hefur verkstýrði hópi fólks sem rýndi í gögn um ástand ferðaþjónustunnar í dag og hvernig best væri að standa að atvinnugreininni í framtíðinni. Kristján Sigurjónsson ræddi við Ólaf í dag.
Tyrkneskir sjónvarpsþættir fara sigurför um heiminn og eru orðnir ein helsta útflutningsvara landsins. Vinsældir draumasmiðjunnar í Tyrklandi á heimsvísu nálgast nú ört Hollywood sem í áratugi hefur verið allsráðandi á markaðnum. Pálmi Jónasson segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners