Spegillinn

Spegillinn 28. janúar


Listen Later

Það var Degi B. Eggertssyni áfall þegar uppgötvaðist um síðustu helgi að skotið hafði verið úr byssu í gegnum hurð á fjölskyldubílnu, að öllum líkindum fyrir utan heimili' . Lögreglan rannsakar árásina. Höskuldur Kári Schram talar við hann.
Óvissustigi var lýst yfir síðdegis vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum og hefur þjóðvegi nr. eitt aftur verið lokað við brúna.
Ný afbrigði kórónuveirunnar, það breska, suður-afríska og brasilíska hafa vakið upp spurningar og áhyggjur manna. Smitsjúkdómalæknar telja að enn sé mörgum spurningum um þau ósvarað. Bergljót Baldursdóttir tók saman rætt við Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalækni og Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni.
Útflutningur og einkaneysla drógust saman í Bandaríkjunum í fyrra og hefur efnahagsamdráttur þar ekki verið meiri í 75 ár. Ásgeir Tómasson segir frá.
Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistuheimila í Reykjanesbæi, segir að það hafi verið dásamlegt að bjóða aðstandendur velkomna eftir seinni bólusetningu íbúa við COVID 19.
----
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis vonar að ný kosningalög verði afgreidd á yfirstandandi þingi, annað væri sóun á tíma og kröftum í mikilvægu verkefni sem varði grunnstoðir lýðræðisins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í dag að það væri ekki umhverfinu til bóta að leggja stóriðju niður á Íslandi. Það væri afturför í loftslagsmálum því það myndi auka hlutdeild kolaorku og annarra ósjálfbærra orkugjafa. Arnar Páll Hauksson tók saman úr umræðum á Alþingi heyrist líka í Bergþóri Ólasyni, (M), Smára McCarthy (P) og Hönnu Katrínu Friðriksson (C).
Norðmenn hafa lokað landamærum sínum að mestu í og miklar takmarkanir eru á ferða- og samkomufrelsi fólks í 25 sveitarfélögum í og við höfuðborgina Ósló. Gísli Kristjánsson segir frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fyrri hluta: Björg Guðlaugsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners