Spegillinn

Spegillinn 28. október 2019


Listen Later

Spegillinn 28. október 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Sjaldgæft er að ráðuneyti vísi málum til áfram til lögreglu eins og í Samherja- og Seðalabankamálinu, segir lögfræðilektor.
Slökkviliðsmenn hafa stjórn á einungis fimm prósentum gróðureldanna sem brenna í Kaliforníu. 27 þúsund hektarar eru sviðin jörð. Yfir 180 þúsund íbúum Sonoma-sýslu hefur verið skipað að forða sér að heiman.
Kjaradeila sveitarfélaganna og Starfsgreinasambandsins er komin í alvarlegan hnút, segir framkvæmdastjóri sambandsins.
Fylgi stjórnarflokkanna hefur minnkað frá kosningum fyrir tveimur árum samkvæmt fylgiskönnun Gallups. Rúmlega helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina þegar kjörtímabilið er hálfnað.
Fullyrt er að lágmarks mánaðarlaun félagsmanna í 5 BHM félögum sem sömdu í síðustu viku verði 500 þúsund í lok samningstímans og að samningurinn tryggi kaupmáttaraukningu.
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir góða reykskynjara brýnustu eldvörnina. Eldsvoðar hafa verið tíðir í heimahúsum að undanförnu.
Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um rúm 11 prósent í liðlega hundrað milljón króna viðskiptum í kauphöllinni í dag.
Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi og hafa nú sjö læknar sagt upp störfum í mánuðinum í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga.
Vegagerðin varar við því að færð geti orðið erfið í nótt og fyrramálið því búast megi við frostrigningu með glerhálku á Suðurlandi, á hringveginum milli Hveragerðis og Hellu og ekki síður í uppsveitum. Á Höfuðborgarsvæðinu rignir seint í kvöld og verður sums staðar ísing, en hlýnar í fyrramálið.
Lengri umfjallanir:
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að samtökin 78 voru stofnuð. Erfiðleikana og fordómana sem mættu þeim í upphafi, sigra og og ósigra, gjörbreytingu á viðhorfi þjóðarinnar um miðjan tíunda áratuginn, réttarbætur löggjafans, tregðu þjóðkirkjunnar til að viðurkenna fullan rétt samkynhneigðra og í lokin klofning og sárindi í samfélagi þeirra sem enn hafa ekki gróið. Höfundur myndarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hún vann að henni í 26 ár. Kristján Sigurjónsson talar við Hrafnhildi.
Fullyrt er að lágmarks mánaðarlaun félagsmanna í 5 BHM félögum sem sömdu í síðustu viku verða 500 þúsund í lok samningstímans. Samningurinn á að tryggja kaupmáttaraukningu.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners