Spegillinn

Spegillinn 28. október 2020


Listen Later

Spegillinn 28.október 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson
Ástandið vegna kórónuveirufaraldursins fer versnandi segir sóttvarnalæknir. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Ekki verður slakað á.
Frönsk stjórnvöld biðja Evrópusambandið að beita sér gegn forseta Tyrklands vegna ögrana hans í garð Frakka að undanförnu.
Einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróinn vandi innan sviðslista á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla íslands.
Jólin verða mörgum erfið og þungbær, segja þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár en í fyrra.
Hótel Sögu í Reykjavík verður lokað um mánaðamótin. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í greiðsluskjóli gagnvart kröfuhöfum sínum síðan í júlí.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum fái að mæta í skólann að nýju.
Markmiðið er að umbylta svefnheiminum, segir lektor sem leiðir tveggja og hálfs milljarðs króna rannsókn á svefni og svefntengdum öndunartruflunum.
Lengri umfjöllun:
Aðeins tæp vika er nú í að kjördagur renni upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - þriðjudagurinn 3. nóvember. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum. Yfir 70 milljón manns hafa þegar kosið utan kjörfundar eða í póstkosningum og er það mun hærri tala en í kosningunum 2016. Um 137 milljón manns kusu í forsetakosningunum 2016 sem er um 56 prósent kjörsókn. Flest bendir til þess að kjörsókn verði meiri nú. Eins og kunnugt er þá er kosningakerfið í Bandaríkjunum all frábrugðið kerfinu hér heima. Íbúar í hverju ríki kjósa kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Kosnir eru 538 kjörmenn, mismargir í hverju ríki eftir íbúafjölda. Fjölmenn ríki eins og Kalifornía og Texas fá miklu fleiri kjörmenn en fámenn ríki eins og Wyoming og Vermont. Sá frambjóðandi sem sigrar í tilteknu ríki fær alla kjörmenn þess. Frambjóðendur keppa því að því að fá samtals 270 kjörmenn eða fleiri kosna. Þá er kominn meirihluti kjörmanna og björninn þar með unninn. Kosningabaráttan fer einkum fram í þeim ríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðenda, svokölluðum sveifluríkjum. Þau eru fjórtán, þar á meðal fjölmenn ríki eins og Texas, Pennsylvanía og Flórída þar sem margir kjörmenn eru undir. Frambjóðendur láta ríki eins og Connecticut og Oklahóma nánast eiga sig í kosningabaráttunni. Biden er öruggur með sigur í Connecticut og Trump í Oklahóma og því til lítils að eyða miklu púðri þa
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners