Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Búist er við að ríkisstjórnin kynni á morgun aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi.
Róðurinn er að tekinn að þyngjast innan heilbrigðis og velferðarkerfisins vegna Covid-19 segir landlæknir. Fimm eru á Landsspítalanum með sjúkdóminn, einn á gjörgæslu. Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með smit.
Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og láti skima allar áhafnir fyrir brottför.
Spænska ríkisstjórnin hótar að grípa til harðra aðgerða ef borgaryfirvöldum í Madríd mistekst að draga úr tíðni kórónuveirusmita.
Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu.
Búist er við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til lokaðs fundar á morgun til að ræða ástandið í héraðinu Nagorno-Karabakh.
Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni.
Lengri umfjallanir:
Búist er við að ríkisstjórnin kynni aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Atkvæðagreiðsla aðildarfyrirtækja SA um uppsögn Lífskjarasamningsins hefst á hádegi á morgun óháð því hvert útspil stjórnvalda verður. Framkvæmdastjóri SA segir að skiptar skoðanir séu meðal atvinnurekenda um hvernig bregðast eigi við. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA.
Vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands og Veðurstofunni fylgjast grannt með þeim fimm eldstöðvum á Íslandi sem liklegastar eru til að láta á sér kræla á næstunni. Bárðarbungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Spegillinn settist niður með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fékk hann til að fara yfir hverja eldstöð fyrir sig. Í dag tökum við fyrir Bárðarbungu, Grímsvötn, Heklu og Kötlu og bætum reyndar Öræfajökli við. Í Speglinum á morgun fjöllum við svo sérstaklega um Reykjanesskaga. Snarpur jarðskjálfti mældist um helgina í Bárðarbungu. Síðasta eldgosið á Íslandi, gosið í Holuhrauni 2024 til 2015 tengdist Bárðarbungu beint. Kristján Sigurjónsson talr við Freysteini.
Öllum að óvörum hækkar verð á húsnæði þegar allt virðist takmörkunum háð í kóróna-kreppunni. Þetta hefur komið sérfræðingum mjög á óvart víða um lönd - og til dæmis í Osló, h