Spegillinn

Spegillinn 28.01.2020


Listen Later

Umsjón: Pálmi Jónasson
Sóttvarnalæknir reiknar með að kórónaveiran berist hingað til lands. Mikilvægt sé að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar.
Ferðamálaráðherra segir óljóst hvaða áhrif hugsanleg fækkun kínverskra ferðamanna hingað til lands hafi á ferðaþjónustu og efnahag landsins.
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna biður Kínverja um samvinnu og upplýsingar vegna kórónaveirunnar sem hefur orðið yfir hundrað manns að bana síðustu daga. Bandarískir vísindamenn eru byrjaðir að reyna að þróa bóluefni gegn henni.
Veðurstofa Íslands setti núna síðdegis upp nýja GPS-stöð sem ætlað er að gefa nánari mynd af landrisi vegna mögulegrar kvikusöfnunar á Reykjanesskaga. Land hefur risið á svipuðum hraða í dag og síðustu daga.
Öll félög innan BSRB, sem eru með lausa samninga, eru byrjuð að undirbúa verkfallsaðgerðir. Stefnt er að því að fljótlega efir baráttufund á fimmtudaginn verði efnt til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.
Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri og borgarritari hefur verið ráðinn nýr útvarpsstjóri.
Sérfræðingar á veðurstofunni vakta hverja hreyfingu á Reykjanesskaga, dag og nótt. Á einni viku hefur land í Illahrauni, vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga, risið um þrjá sentimetra og ekkert lát virðist vera á þróuninni. Í dag var tveimur mælum bætt við þétt net mæla á svæðinu, til að unnt væri að fylgjast enn betur með landrisinu. Landrisið er talið vísbending um kvikusöfnun en kvikan virðist ekki vera á neinni hreyfingu. Arnhildur Hálfánardóttir segir frá og talar við Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni
Vinnuvika vaktavinnufólks styttist úr 40 klukkustundum í 36 samkvæmt tillögum sem nú er verið að kynna í félögum opinbera starfsmanna. Vinnuvikan getur styst enn meira hjá þeim sem ganga kvöld- nætur- og helgarvaktir og farið niður í 32 stundir. Ef tillögurnar verða samþykktar gæti það liðkað fyrir samningum. Það er þó ekki víst því öll félög innan BSRB er byrjuð að undirbúa verkfallsaðgerðir.APH segir frá.
Andrés Bretaprins hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að aðstoða við rannsókn á máli barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Þetta segir saksóknari í New York. Andrés hefur lýst því opinberlega að hann sé boðinn og búinn til að veita allar upplýsingar um Epstein sem grunaður er um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri. Pálmi Jónasson segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners