Spegillinn 28. október 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í dag að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstri Reykjalundar. Stjórn SÍBS hefur þá enga aðkomu að stjórnun stofnunarinnar.
Lagafrumvarp sem kveður á um að Bretar gangi til þingkosninga 12. desember er nú til umræðu á breska þinginu.
Ríkislögreglustjóri hefur gengist við migjörðum sínum í samskiptum sínum við rithöfnund og þáttastjórnanda á Hringbraut segir dómsmálaráðuneytið.
Áhættufjárfestingar skýra að einhverju leyti að ávöxtun lífeyrissjóða hefur minnkað mjög síðustu ár, segir verkfræðingursem hefur borið saman ávöxtun lífeyrissjóða. Lífeyrisfé eigi ekki heima í áhættufjárfestingum.
Óttast er að skógareldarnir í Kaliforníu magnist í kvöld og í nótt þar sem spáð er hvassviðri á eldslóðum.
Dorrit Moussiaeff fyrrverandi forsetafrú segist himinlifandi yfir Samson sem klónaður var úr Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson fæddist í Texas á föstudaginn var. Dorrit fær hann ekki í hendur fyrr en eftir átta vikur.
Nepalski fjallgöngugarpurinn Nirmal Purja setti met í dag þegar hann kom niður af tindi fjallsins Shishapangma í Kína. Þá hafði hann klifið fjórtán hæstu fjallatinda heims á rúmlega sex mánuðum. Allir eru þeir yfir átta þúsund metrar á hæð.
Lengri umfjallanir:
Enn og aftur brennur skógur á stórum svæðum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ár eftir ár kemur upp sú staða að þúsundir manna þurfa að flýja heimkynni sín, manntjón verður og ófá íbúðarhús og aðrar byggingar verða eldi að bráð. Um ellefu hundruð slökkviliðsmenn reyna nú að halda eldum í ríkinu í skefjum. Þeir stærstu eru á tveimur stöðum, annars vegar í Sonoma vínræktarhéraðinu norðan San Francisco og hins vegar sunnar í ríkinu norðan við stórborgina Los Angeles. Kristján Sigurjónsson segir frá og talar við Einar Þorsteinsson í Los Angeles.
Brexit er ekki gleymt en nú er þráttað um dagsetningar vetrarkosninga, 12. desember eins og stjórnin vill eða nokkrum dögum fyrr eins og stjórnarandstaðan vill. Niðurstaðan verður væntanlega ljós um klukkan níu í kvöld, þegar breska þingið hefur kosið um tillögur stjórnarinnar og annarra varðandi kosningar. Það er þó óvissa fram á síðustu stundu hvort stjórnin skipti um skoðun ef þingið samþykkir breytingartillögur sem eru henni á móti skapi. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Fyrir kjósendur í forvali Demókrata skipta málefni frambjóðenda minna en möguleikinn á að vinna Donald Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Lengst af þótti Joe