Spegillinn

Spegillinn 29. September 2020


Listen Later

Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi lífskjarasamninganna í efa, segir forseti Alþýðusambands Íslands.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar milda höggið sem fyrirtækin í landinu hafa orðið fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ljóst er þó að mörg fyrirtæki verði áfram í miklum vanda.
Formaður Samfylkingarinnar segir ýmislegt gott í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, en ekki sé gengið nógu langt. Hann kallar sérstaklega eftir aðgerðum í þágu atvinnulausra.
Armenar saka Tyrki um að hafa skotið niður flugvél armenska flughersins. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri. Hátt í eitt hundrað hafa fallið í bardögum um Nagorno-Karabakh.
Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvörp í byrjun þings sem skýra refsiákvæði gagnvart kynferðislegri friðhelgi og umsáturseinelti.
Stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur. Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærstur með tæp 12 prósent en á nú rúmlega tvö prósent. Fjárfestingasjóðurinn PAR Investment Partners átti tíu en á nú tæplega tvö prósent. Hvorugur sjóðurinn tók þátt í útboðinu.
Samtals hafa átta starfsmenn hjá VÍS, Vátryggingafélagi Íslands, greinst með kórónuveirusmit. Flestir þeirra greindust fyrir tíu dögum og þá fóru 75 starfsmenn í sóttkví og unnu að heiman.
Fyrstu kappræður bandarísku forsetaframjóðendanna Joes Bidens og Donalds Trumps verða í nótt. Chris Wallace, fréttamaður FOX News, stýrir umræðunum í Cleveland í Ohio. Sýnt verður beint frá kappræðunum í sjónvarpinu og á ruv.is og hefst útsending klukkan eitt í nótt.
Lengri umfjallanir:
Forsætisráðherra vonast til að þær aðgerðir sem kynntar voru í dag, létti undir hjá atvinnulífinu og auðveldi atvinnurekendum að taka afstöðu til þess að hvort segja eigi upp kjarasamningum. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að hætta við atkvæðagreiðsluna meðal félagsmanna um hvort segja ætti upp samningum. ASÍ vill að stjórnvöld gefi vilyrði fyrir því að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur tekur undir þessa körfu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Arnar Páll Hauksson tekur saman og talar við Katrínu Ólafsdóttur.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni sex til sex komma fimm í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðe
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

456 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

25 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners