Spegillinn

Spegillinn 2.mars 2020


Listen Later

Spegillinn 2.mars 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tækninmaður: Magnús þorsteinn Magnússon
Sex hafa nú greinst smitaðir af COVID-19 veirunni hér á landi. Öll smituðust á Norður Ítalíu. Alls hafa 55 smit verið staðfest á Norðurlöndum.
Óróleirki er við landamæri Tyrklands og Grikklands. Þúsundir flóttamanna reyna að komast yfir landamærin frá Tyrklandi til Grikklands.
Búnaðarþing var sett í dag. Sitjandi formaður bændasamtakanna fær mótframboð á þinginu.
Formlegar samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskiptasamband hófust í morgun. Deilendur virðast hafa ólíkar hugmyndir um hvað stefnt sé að þó byggt sé á fyrri samningum.
Aríel Pétursson sjómaður úr Hafnarfirði er meðal æðstu manna á danska herskipinu Triton, sem lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í dag. Að loknu námi í Stýrimannaskólanum stundaði hann sjóinn, en þegar konan hans fór í framhaldsnám í Danmörku ákvað hann að sækja um inngöngu í sjóliðsforingjaskólann og nú er hann yfirstýrimaður og ábyrgur fyrir leit og björgun sem og því er lýtur að hernaðaraðgerðum, einkum æfingum.
Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið og var með meirihluta atkvæða í báðum símakosningum sem og flest stig alþjóðlegrar dómnefndar.
Lengri umfjöllun:
Samkomulag virðist hafa náðst um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Það dugir þó ekki til að leysa yfirstandandi kjaradeilur og koma í veg fyrir verkföll. Víðtæk verkföll gætu hafist eftir viku. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Það er óhætt að segja að veðurfarið í vetur hafi ýtt hressilega við landsmönnum og stjórnvöldum. Í ljós hefur komið að ýmsir innviðir, eins og raforkukerfið, stóðu ekki eins traustum fótum og talið var. Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar urðu einnig til þess að endurskoða þurfti hraðann á framkvæmdum við ofanflóðavarnir. Fyrir helgi kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þar sem 27 milljörðum króna verður varið til þess að flýta framkvæmdum í flutnings- og dreifikerfum raforku og í ofanflóðavörnum. 15 milljarðar af þessum 27 fara í ofanflóðavarnir. Fasteignaeigendur borga ár hvert 2,7 milljarða króna í sérstakan skatt sem upphaflega var ætlað að færi í ofanflóðasjóð. Reyndin hefur hins vegar verið sú að einn milljarður fer í þennan sjóð, en ekki 2,7. Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík situr í stjórn Ofanflóðasjóðs, tilnefndur a
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners