Bólusetja á um þrjá fjórðu þjóðarinnar við COVID-19 eða um 275 þúsund manns. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra býst við að bólusetningar hefjist fljótlega eftir áramót. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill ekkiert segja nú um hvort hægt verði að slaka á sóttvörnum fyrir jól, hann segir enn töluverða óvissu tengjast bóluefnum við COVID-19. Ekki voru allir vegfarendur sem rætt var við síðdegis vissir um að þeir láti bólusetja sig. Þórhildur Þorkelsdlóttir ræddi við Elís Helga Ævarsson, Heiðrúnu E. Harðardóttur, Bryndísi Thorberg Guðmundsdóttu, Magnús Bjarklind, Guðrúnu Sigurðardóttur, Þórð Njálsson, Hjalta Árnason, Þóru Jónu Jónatansdóttur, Rebekku David og Svan Þór Helgason.
Vonskuveður og ófærð er víða um land.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum leiði til hækkunar á innfluttum matvörum. Það sæti mikilli furðu að stjórnvöld skuli ganga fram með þessum hætti á sama tíma og tugir þúsunda séu án vinnu. Höskuldur Kári Schram ræddi við Ólaf og Kristján Þór.
Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að mikil sprenging varð í efnatanki við vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol á Englandi
Rúmlega sextíu þúsund hafa látist úr COVID 19 á Bretlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Nýtt hjúkrunarheimili verður reist á Akureyri og fjölgar þá hjúkrunarrýmum um 60.
-----------
Stefnt er að því að bólusetja 75% þjóðarinnar gegn Covid-19 eða um 275 þúsund manns. Heilbrigðisráðherra býst við að fljótlega eftir áramóti hefjist bólusetningar og að þeim ljúki í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Arnar Páll Hauksson tók saman.
Umræða um styttingu vinnutímans hefur í of ríkum mæli miðast við skrifstofuvinnu að mati Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fagna nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um velferð barna og samþætta þjónustu við börn sem kynnt var fyrr í vikunni. Kristján Sigurjónsson ræddi við þær.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.