Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Eitthvað er ekki í lagi í fótboltaafrekskúltúrnum, segir prófessor í félagsfræði. Það sjáist meðal annars á því að nokkrir leikmenn úr sama liði á sama tímabili séu sakaðir um að beita ofbeldi.
Stjórn KSÍ situr enn á fundi í höfuðstöðvum KSÍ en stjórnarmenn eru undir miklum þrýstingi að segja af sér. Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins.
Börn í þrjátíu frístundaheimilum, grunn- og leikskólum um nær allt land hafa greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Átta fyrstubekkingar í grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með veiruna.
Sósíalistaflokkurinn fær rúmlega átta prósetna fylgi í nýljum þjóðarpúlsi Gallups og eykur fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Fylgi flokka breytist að öðru leyti lítið á milli kannanna.
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á sjötugsaldri. Hún er því laus úr haldi. Henni er gefið að sök að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans við Hringbraut að bana um miðjan mánuðinn.
Covid-19 smit hafa greinst í skólum í flestum landshlutum síðustu þrjá daga, í alls þrjátíu grunn- eða leikskólum eða frístundaheimilum
Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum og hljóð- og loftmengun.
Samgönguráðherra telur ekki ásættanlegt að samgöngur til Vestmannaeyja verði einungis sjóleiðina. Hann segir lítið úthald Icelandair, sem hættir reglulegu flugi til Eyja nú um mánaðamótin, vonbrigði.
Lengri umfjöllun:
Berglót Baldursdóttir talar við Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði um þann storm sem skekur knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi, ofbeldi og kynferðisáreitni.
Tæpar fjórar vikur eru nú þar til kjósendur ganga að kjörborði og kjósa til Alþings. Flestir stjórnmálaflokkar hafa haldið flokksráðs eða landsfundi að undanförnu og kynnt stefnumál sín og kosningabaráttan er að fara á fullt. KRistján Sigurjónsson ræðir við Ólaf Þ Harðarson stjórnmálafræðprófessor um nýjan þjóðarpúls Gallups og kosningabaráttuna framundan