Komiði sæl og velkomin að Speglinum, Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður
Fimmtán er enn saknað eftir skriðuföll í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Forsætisráðherra Noregs segir hræðilega sárt til þess að vita að enn séu svo margir ófundnir.
Það gæti þurft að rýma aftur þau svæði á Seyðisfirði sem rýmingu hefur verið aflétt á.
Stjórnvöld gerðu í dag samning við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni fyrir 64 þúsund manns. Fyrirtækið áætlar að hefja dreifingu á fyrstu mánuðum nýs árs.
Umhverfisáhrif af virkjun Svartár í Bárðardal í Þingeyjarsveit verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar
Forseti ASÍ segir að það verði mikil barátta á næsta ári. Alþingiskosningar muni að einhverju leyti snúast um stöðu almennings og launafólks og hvernig brugðist verði við halla ríkissjóðs. Hún segir að við verðum að þola að skulda kreppuna í einhvern tíma.
Gjaldþrot í ferðaþjónustunni hafa verið færri en búist var við, en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að yfir vofi snjóhengja