Umsjón: Pálmi Jónasson
Rúmlega 100 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag. Forstjórinn segir að áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðaþjónustuna muni gæta í marga mánuði og jafnvel ár.
Sex sjúklingar á Landakoti, allir á tíræðisaldri, eru smitaðir af kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að sjúkdómurinn berist út.
Staðfestum tilfellum hefur stöðugt fækkað á Ítalíu síðustu fimm daga. Síðastliðinn sólarhring náðu sér fleiri en sýktust.
Hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu veirunnar verða í gildi fram yfir páska, hið minnsta.