Umsjón: Pálmi Jónasson
Horfur eru á að atvinnuleysi verði 13% í apríl og 12% í maí. Ef það gengur eftir yrði það langmesta atvinnuleysi sem mælst hefur.
Penninn sagði í dag upp 90 starfsmönnum. Rúmlega 900 manns í 22 fyrirtækjum misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars og rúmlega 25 þúsund hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall.
Bókunarstaða hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í sumar er herfileg og ljóst að ferðamannasumarið í ár er farið forgörðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Álverið í Straumsvík er nefnt í umfjöllun Financial Times sem álbræðsla sem gæti verið lokað í kreppu áliðnaðarins í heiminum.
Kona á tíræðisaldri segist skilja þá ákvörðun stjórnenda Hrafnistu að setja á heimsóknabann. Dóttir hennar vonar að varnarveggurinn sem reistur hefur verið í kringum íbúa haldi. Venjulega hittast þær oft í viku en nú tala þær saman á Messenger.
Fánar voru dregnir í hálfa stöng á Ítalíu til minningar um þá sem COVID-19 hefur dregið til dauða.