Spegillinn

Spegillinn 3.mars 2020


Listen Later

Spegillinn 3.mars 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Mjög alvarlegt vinnuslys varð í Mosfellsbæ þegar gólfplata hrundi á byggingarsvæði. Tveir menn urðu undir plötunni. Báðir eru mjög alvarlega slasaðir og voru fluttir á slysadeild.
Fjórtán Íslendingar hafa greinst með COVID-19 veiruna. Fimm ný tilfelli voru greind í dag. Fólkið sem hefur greinst með veiruna er allt í einangrun.
Grikkir fá meira fé frá Evrópusambandinu til að bregðast við fjölda flóttamanna sem nú streymir inn í landið frá Tyrklandi. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins tilkynnti þetta í dag.
Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi var í dag kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi í dag. Öll stjórn samtakanna var endurnýjuð.
Demókratar kjósa í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna í forvali forsetakosninganna í kvöld og í nótt.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var í dag dregið með Englandi, Belgíu og Danmörku í riðil 2 í Þjóðadeildinni sem fram fer í haust. Dregið var í Amsterdam í dag.
Ný frétt: Samninganefnd Eflingar sendi borgarstjóra í morgun boð um frestun verkfalls í tvo daga gegn því að staðfesta tilboð sem hann lýsti í Kastljósi 19. febrúar. Bréfið var sent klukkan ellefu og var þar boðið að fresta verkfalli frá miðnætti í kvöld og í tvo sólarhringa. Ríkissáttasemjari fékk afrit af bréfinu og staðfesti móttöku þess. Frestur til svars var til klukkan fjögur í dag. Svar barst ekki fyrir klukkan fjögur og heldur því verkfall áfram, segir í tilkynningu frá Eflingu.
Lengri umfjöllun:
Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi og formaður Sambands garðyrkjubænda var í dag kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. Hann tilkynnti um framboð sitt í gær, en fráfarandi formaður Guðrún Tryggvadóttir sauðfjárbóndi frá Svartárkoti í Bárðardal, hafði gefið það út að hún sæktist eftir formennsku áfram. Hún var varaformaður Bændasamtakanna, en tók við formennsku fyrir ári þegar Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hætti. Það má segja að hálfgerð hallarbylting hafi verið gerð í Bændasamtökunum í dag því fjögur buðu sig fram í stjórn með Gunnari og voru þau öll kjörin og eru öll ný í stjórn - þrjár konur og einn karl. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gunnar Þorgeirsson í beinni útsendingu í Speglinum.
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við a
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners