Konur eru áhyggjufullar hvort sýni úr leghálsskoðun hafi verið rétt greind og hvort ástæða sé til að taka ný sýni. Þetta segir formaður Félags fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Heilbrigðisráðherra harmar þau alvarlegu og afdrifaríku mistök sem urðu hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bólusetningar gegn COVID-19 hefjist að einhverju ráði fyrr en um mitt næsta ár.
Tilslökun tveggja metra reglu og fjölgun úr 100 manns í 200 er skref í rétta átt að mati leikhússtjóra stóru leikhúsanna. Þær duga þó ekki til þess að sýningar hefjist af fullum þunga. Þjóðleikhússtjóri vonast eftir frekari tilslökunum á næstu vikum.
Mörg stéttarfélög hafa sett reglur um að bannað sé að dvelja í sóttkví eða einangrun í orlofshúsum.
Breyttar sóttvarnarreglur sem taka gildi á mánudag breyta litlu um skólahaldi í framhaldsskólum og háskólum. Þær hafa heldur ekki mikil áhrif í stóru leikhúsunum. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir þær að sjálfsögðu jákvæðar en þær bjargi ekki lífi leikhúsanna. Hún segir að fólk þyrsti í andlega næringu, nánd og samveru í leikhúsinu. Arnar Páll Hauksson ræddi við Brynhildi Guðjónsdóttur.
Hrun þýsku greiðslumiðunarinnar Wirecard afhjúpaði stærsta fjármálasvindli Þýskalands. Í viðbót við svindlið er einn kaflinn í þeirri sögu hvernig Wirecard hundelti blaðamenn Financial Times, sem voru fyrstir til að impra á að ekki væri allt í lagi. Wirecard sakaði þá um að ganga erinda vogunarsjóða sem græddu á verðfalli hlutabréfa Wirecard, braust inn í tölvur þeirra og herjaði á þá á samfélagsmiðlum. Útspekúleruð herferð, sem lauk þegar svindl Wirecard varð lýðum ljóst. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum. Pálmi Jónasson sagði frá.