Spegillinn

Spegillinn 4. september 2020


Listen Later

Konur eru áhyggjufullar hvort sýni úr leghálsskoðun hafi verið rétt greind og hvort ástæða sé til að taka ný sýni. Þetta segir formaður Félags fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Heilbrigðisráðherra harmar þau alvarlegu og afdrifaríku mistök sem urðu hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bólusetningar gegn COVID-19 hefjist að einhverju ráði fyrr en um mitt næsta ár.
Tilslökun tveggja metra reglu og fjölgun úr 100 manns í 200 er skref í rétta átt að mati leikhússtjóra stóru leikhúsanna. Þær duga þó ekki til þess að sýningar hefjist af fullum þunga. Þjóðleikhússtjóri vonast eftir frekari tilslökunum á næstu vikum.
Mörg stéttarfélög hafa sett reglur um að bannað sé að dvelja í sóttkví eða einangrun í orlofshúsum.
Breyttar sóttvarnarreglur sem taka gildi á mánudag breyta litlu um skólahaldi í framhaldsskólum og háskólum. Þær hafa heldur ekki mikil áhrif í stóru leikhúsunum. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir þær að sjálfsögðu jákvæðar en þær bjargi ekki lífi leikhúsanna. Hún segir að fólk þyrsti í andlega næringu, nánd og samveru í leikhúsinu. Arnar Páll Hauksson ræddi við Brynhildi Guðjónsdóttur.
Hrun þýsku greiðslumiðunarinnar Wirecard afhjúpaði stærsta fjármálasvindli Þýskalands. Í viðbót við svindlið er einn kaflinn í þeirri sögu hvernig Wirecard hundelti blaðamenn Financial Times, sem voru fyrstir til að impra á að ekki væri allt í lagi. Wirecard sakaði þá um að ganga erinda vogunarsjóða sem græddu á verðfalli hlutabréfa Wirecard, braust inn í tölvur þeirra og herjaði á þá á samfélagsmiðlum. Útspekúleruð herferð, sem lauk þegar svindl Wirecard varð lýðum ljóst. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum. Pálmi Jónasson sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners