Velkomin að Speglinum, Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður.
Forstjóri Landspítalans segir það alvarleg tíðindi að hjúkrunarfræðingar ætli að boða til verkfalls. Það trufli þjónustu spítalans, en bráðaþjónustu verði sinnt. Formaður samninganefndar ríkisins segir kröfur hjúkrunarfræðinga meiri en samið hefur verið um við aðra.
Hrópað var að forseta Namibíu þegar hann hélt stefnuræðu í þjóðþinginu í gær. Hann var spurður hvort hann eða fjölskylda hans tengdust Samherjamálinu en sagðist hafa verið ráðlagt að ræða ekki mál sem væri fyrir dómi.
Sagnfræðiprófessor segir að það sé ekki lengur móðgun að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hann segir það jákvætt að þeir fái mótframboð.
COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir fjörutíu þúsund til dauða í Bretlandi, samkvæmt opinberum tölum. Byrjað er að slaka á viðbúnaði sem átti að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.
Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum