Embætti tollstjóra verður af 150 milljóna króna tekjum á ári vegna falls WOW air. Þetta segir settur tollstjóri.
Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur.
Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp og þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Þetta er niðurstaða skýrslu sem doktor í félagsfræði vann fyrir BSRB.
Nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sig betur en nemendur í öðrum landshlutum á öllum sviðum nýjustu Pisa-rannsóknarinnar.
„Svartur fimmtudagur" er fram undan í samgöngum í Frakklandi. Áætlanir járnbrautarlesta lamast að miklu leyti vegna verkfalls. Þá hefur fjölda flugferða verið aflýst. Óvíst er hvenær verkfallinu lýkur.
Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur. Arnar Páll Talar við Þórdísi Ingadóttur.
Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á Norðurlöndunum því það gagnist nær eingöngu tekjulægstu fjölskyldunum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Kolbein.