Spegillinn

Spegillinn 6.desember


Listen Later

Spegillinn 6.desember
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að minnka. Fluglitakóði var í dag færður frá gulum í appelsínugulan vegna aukinnar virkni eldstöðvar og möguleika á eldgosi.
Einn þyngsti dagur vetrarins á bráðamóttöku Landspítalans var í dag. Fjölmargir leituðu þangað eftir að hafa dottið illa í hálku.
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út á hluta Írlands vegna óveðurslægðarinnar Barra sem fer yfir Bretlandseyjar á morgun og miðvikudag. Viðbúnaður er einnig í Bretlandi.
Eitt stærsta úrlausnarefni komandi kjaraviðræðna er hvernig bilið verði brúað á milli þeirra atvinnugreina sem farið hafa illa út úr faraldrinum og hinna sem betur standa. Þetta segir framkvæmdastóri Samtaka atvinnulífsins.
Formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefjast senn.
Barnafjölskyldur á Íslandi fá minni fjárhagslegan stuðning en í flestum vestrænum hagsældarríkjum. Þetta sýna ný gögn frá OECD sem birt voru í Kjarafréttum Eflingar í dag.
Heilbrigðisráðherra Noregs, kynnir á morgun hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu.
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt lántöku á fyrsta græna láni sveitarfélagsins. Lánið er ætlað til umhverfisvænna fjárfestinga.
Lengri umfjöllun:
Grímsvötn gjósa mjög oft en oftast eru gosin frekar lítil og fylgja ekki hamfarir - frekar að jökulhlaup úr þeim hafi valdið skaða á Skeiðarársandi, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Náið er nú fylgst með Grímsvötnum en hlaup úr þeim er í rénun. Í morgun var þar nokkur skjálftavirkni, stærsti jarðskjálftinn mældist 3,6, en hefur heldur dregið úr. Litakóði fyrir alþjóðaflug var færður úr gulum í appelsínugulan í morgun en það er gert ef eldstöð sýnir aukna virkni eða vaxandi líkur eru á eldgosi. Þorvaldur telur um helmingslíkur á gosi. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Þorvald.
Lífskjarasamningurinn sem undirrritaður voru í aprílbyrjun 2019 gildir til 2. nóvember á næsta ári. Forystufólk Samtaka atvinnulífsins og í verkalýðshreyfingunni er sammála um að viðræður um nýjan kjarasamning þurfi að byrja sem fyrst á nýju ári. Annað mál er svo hversu samtaka og sammála þau verða um inntak og markmið þessara viðræðna. Í stjíórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er vikið að vinnumarkaðsmálum og þar er meðal annars sagt að stuðlað verði að bættum vinnubrögðum og aukinni skilvirkni við gerð kjarasamninga að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Styrkja þarf hlutverk ríkissáttasemjara til að bæta undirbúning og verklag v
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners