Spegillinn

Spegillinn 6.september 2019


Listen Later

Spegillinn föstudaginn 6. september 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tók við embætti í dag. Áslaug er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og yngsti ráðherra í 75 ára sögu íslenska lýðveldisins.
Bretar geti ekki farið úr Evrópusambandinu án samnings. Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag lög þess efnis.
Hækkun á tryggingum ökutækja lögreglu skýrir meðal annars hvers vegna leiguverð á tækjunum hefur hækkað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra.
Rosknum karlmanni var bjargað út úr brennandi húsi á Hlíðarvegi í Reykjanesbæ síðdegis í dag. Hann er mikið slasaður að sögn sjukraflutningamanna. Eldurinn kom upp í eldhúsi og lagði mikinn reyk frá honum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi. Lögreglan rannsakar eldsupptök.
Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í dag að styðja þingsályktunartillögu sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér sameiningu og fækkun sveitarfélaga niður í 40 fyrir árið 2026. Þá mega sveitarfélög ekki vera með færri en 1000 íbúa.
Stór hluti hins nýja WOW flugfélags verður hér á landi, segir stjórnarformaður US Aerospace Associates, sem keypt hefur eignir þrotabús flugfélagsins.
Ákveðið hefur verið að banna innflutning á hundum frá Noregi. Ástæðan er sú að á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum þar í landi.
ViðvörunTalsverðar eða mikillar úrkomu er að vænta á morgun sunnan og vestantil á landinu, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum á þessum svæðum og eru óbrúaðar ár mjög varasamar í slíkum aðstæðum.
Lengri umfjöllun:
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjarlagafrumvarp í morgun. Helstu áherslur í fjárlagafrumvarpinu eru lægri tekjuskattur, nýr Landspítali, stuðningur við barnafjölskyldur, orkuskipti, rannsóknir - og samgöngur. Þá á að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði úr níu um áramótin og auka framlög til barnabóta. Samkvæmt lífskjarasamningnum á að taka upp nýtt skattþrep, sem verður 31,44 prósent. Milliþrepið, - sem áður var lægra þrepið, hækkar um eitt prósentustig, í tæp 37 prósent. Þessar skattbreytingar taka að fullu gildi árið 2021. Þetta þýðir að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópanna hækka um 10 þúsund krónur á mánuði. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessara lækkana er 21 milljarður á næsta ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræðir við Bjarna Benediktsson og Oddnýju Harðardóttur fyrrverandi fjármálraðherra og þing
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

459 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

8 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners